Erlent

Táningsstúlka barin til dauða í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettangi sprengjuárásar í Bauchi í febrúar.
Frá vettangi sprengjuárásar í Bauchi í febrúar. Vísir/EPA
Hópur fólks barði táningsstúlku til bana og kveiktu í líki hennar, í borginni Bauchi í Nígeríu. Stúlkan vildi ekki láta leita á sér við hlið að fjölmennum markaði í borginni. Önnur stúlka var handtekin.

Báðar stúlkurnar neituðu að láta leita á sér en hópur fólks yfirbugaði aðra þeirra og fann tvær flöskur á henni. Þá var hún barin til dauða með bareflum og dekk, sem búið var að hella bensíni yfir, sett um höfuð hennar og kveikt var í því.

Talsmaður lögreglunnar í borginni segir AP fréttaveitunni að það sé ólíklegt að hún hafi ætlað að fremja sjálfsmorðsárás. Sérstaklega þar sem engin sprengja hafi sprungið þegar fólkið réðst á hana. Hann sagði stúlkuna vera fórnarlamb múgæsings.

Undanfarin misseri hafa stúlkur allt að tíu ára gamlar verið notaðar af Boko Haram til sjálfsmorðsárása. Hryðjuverkasamtökin hafa rænt hundruðum stúlkna og þykir mögulegt að þeir séu að nota einhverjar þeirra. Ekki liggur fyrir hvort þær séu að sprengja sprengjurnar eða að þær séu sprengdar úr fjarska.


Tengdar fréttir

Kona barin til dauða í Nígeríu

Múgur manns barði unga konu til dauða í Bauchi í norðausturhluta Nígeríu í gær.Haldið var að hún ætlaði að svipta sig lífi í sjálfsmorðssprengjuárás.

32 létust í árásum Boko Haram

Forseti Nígeríu fyllyrðir að herinn hafi náð yfirhöndinni í baráttunni við hryðjuverkahópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×