Handbolti

Tandri og félagar berjast við toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu. Hann er að gera það gott í Danmörku.
Tandri Már í leik með íslenska landsliðinu. Hann er að gera það gott í Danmörku. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern eru á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, eftir fjögurra marka sigur, 26-22, á TM Tønder.

Skjern var í raun betri aðilinn frá fyrstu mínútu en í hálfleik voru þeir með fjögurra marka forskot, 13-9. Í síðari hálfleik náði Tønder minnst að minnka muninn í tvö mörk en nær komust þeir ekki. Því fór sem fór.

Tandri Már skoraði eitt mark úr einu skoti en Skjern verður á toppi deildarinnar að minnsta kosti þangað til í kvöld er GOG mætir Midtjylland á heimavelli. Sigri GOG í kvöld verður liðið með 42 stig og Skjern 41 stig.

Team Tvis Holstebro tapaði með tveimur mörkum, 28-26, gegn Bjerringbro-Silkeborg á heimavelli. Vignir Svavarsson lék ekki með TTH í kvöld en liðið er í fjórða sæti deildarinnar. Þeir eru einnig ríkjandi bikarmeistarar.

Ein umferð er eftir af deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin hefst í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×