Handbolti

Tandri hafði betur gegn Íslendingunum í Álaborg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri á landsliðsæfingum.
Tandri á landsliðsæfingum. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson hafði betur gegn Íslendingunum í Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, en lokatölur urðu tveggja marka sigur, 27-25. Álaborg leiddi í hálfleik.

Álaborgarliðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi meðal annars með þremur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, 15-12.

Í síðari hálfleik var toppliðið frá Skjern búið að jafna þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Þeir reyndust svo sterkari og unnu að lokum með tveggja marka mun, 27-25.

Janus Daði Smárason komst ekki á blað, en hann skaut ekki á markið né gaf stoðsendingu svo það má reikna með því að hafi ekkert spilað.

Arnór Atlason skoraði eitt mark, en Aron Kristjánsson þjálfar Álaborg. Álaborg er í fimmta sæti deildarinnar.

Skjern er á toppnum með fimm stiga forskot á GOG, en Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark fyrir toppliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×