Viðskipti innlent

Talsvert um gjaldeyrisviðskipti

Birgir Olgeirsson skrifar
„Það hefur verið meira um það en á venjulegum degi,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, aðspurður hvort það hafi verið mikið um gjaldeyrisviðskipti í bankanum í dag.

Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum og ljóst að margir hafi ákveðið að nýta daginn til kaupa á gjaldeyri með það í huga að krónan muni veikjast þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin á morgun.

Líkt og hjá Arion banka var sömu sögu að segja hjá útibúum Íslandsbanka og Landsbankann þegar fréttastofa ræddi við forsvarsmenn bankanna.

Helstu gjaldmiðlar hafa styrkst um tvö til þrjú prósent gagnvart krónunni sem hefur þó styrkst mikið undanfarnar vikur.

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að Seðlabankinn hefði undanfarnar vikur keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag undanfarnar vikur og að gjaldeyrisforðinn sé nú rúmlega 800 milljarðar króna og sé að stærstum hluta óskuldsettur forði.

Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, sagði við Fréttablaðið að hann sæi ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar á krónunni á næstunni. Seðlabankinn hafi það nokkurn veginn í hendi sér að vinna á móti sviptingum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×