Viðskipti innlent

Talsverð endurnýjun í stjórn Samtaka atvinnulífsins

Hanna Rún Sverrsdóttir skrifar
VÍSIR/GVA
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, verður formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins (SA) fyrir starfsárið 2014 til 2015. Stjórnin var skipuð á aðalfundi samtakanna sem haldinn var 3. apríl síðastliðinn. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF,  verður varaformaður.

Þetta verður þá annað árið sem þau Björgólfur og Margrét gegna formennsku. „Við erum að taka þetta að okkur áfram,“ sagði Margrét í samtali við Vísi.

Hún segir að um talsverða endurnýjun sé að ræða, bæði í stjórn og framkvæmdastjórn SA. Á vefsíðu SA kemur fram að nýir stjórnarmenn séu meðal annars Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.

Úr stjórninni ganga meðal annars Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Sigurður Viðarsson, forstjóri TM og Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarmaður Stika.

  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×