Innlent

Talskona Stígamóta stígur til hliðar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/GVA
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, mun stíga til hliðar og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir taka við hennar hlutverki meðan athugun á starfsumhverfi Stígamóta fer fram.

Athugunin kemur í kjölfar yfirlýsingar níu fyrrverandi starfskvenna Stígamóta vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi á vinnustaðnum.

Sjá einnig: Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum

Í yfirlýsingu kvennanna í gær segjast þær trúa Helgu enda hafi þær allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Þær skoruðu á framkvæmdahóp samtakanna að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku.

Fram kemur í yfirlýsingu frá Stígamótum í dag að haft hafi verið samband við Vinnueftirlitið eftir áskorun kvennanna „sem gaf ráð um ábyrgar leiðir við að taka á málinu.“

Farið verði að leiðbeiningum eftirlitsins „og m.a. verður gerð úttekt utanaðkomandi fagaðila á starfsumhverfi Stígamóta.“ Vinnustaðasálfræðingur verði fenginn til verksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×