Lífið

Talið að Lindsay Lohan eyði helginni á Íslandi

Ellý Ármanns skrifar
instagram/lindsaylohan
Þekktir aðilar úr skemmtanaiðnaðinum í Hollywood komu til landsins í dag ásamt fríðu föruneyti. Ástæðan er Oliver Luckett, nýríkur milljónamæringur og framkvæmdastjóri theAudience, sem sérhæfir sig í markaðsmálum fyrir samfélagsmiðla líkt og Facebook og Twitter. Oliver ætlar að halda upp á fertugs afmælið sitt í Íslensku óperunni annað kvöld og hefur leigt óperuna fyrir veisluna.  Lífið komst yfir gestalistann og þar er nafn leikkonunnar Lindsay Lohan. 



Oliver Luckett.Skjáskot youtube
Boða komu sína á Austur í kvöld

Þessi fjölmenni hópur lætur sér ekki nægja að mæta í afmælið á morgun heldur hefur hann boðað komu sína á skemmtistaðinn Austur í kvöld.

Hópurinn neitar að hlusta eingöngu á tóna frá plötusnúði Austurs og kom því með sinn eigin plötusnúð, DJ-PAZ, sem mun ásamt plötusnúði Austurs glæða kvöldið ferskum tónum með því heitasta sem spilað er á klúbbum Los Angeles og New York.

Charlie Sheen var ekki á listanum yfir Hollywoodhópinn sem er staddur hér á landi.
Lindsay Lohan hefur lýst yfir miklum áhuga á komu sinni til Íslands enda hefur góður vinur hennar, Charlie Sheen, oft komið hingað og farið fögrum orðum um landið. Talið er að Lindsay muni staldra við hér á landi fram yfir helgi og verður án efa spennandi að sjá þessa umtöluðu Hollywood stjörnu á Austur í kvöld ásamt fleiri þekktum nöfnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×