Erlent

Talibanar útnefna nýjan leiðtoga sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Afgönsk stjórnvöld hafa barist við Talibana um árabil.
Afgönsk stjórnvöld hafa barist við Talibana um árabil. Vísir/AFP
Talibanar hafa útnefnt nýjan leiðtoga sinn, en afgönsk stjórnvöld greindu frá því í gær að Mullah Omar væri látinn. Talsmenn Talibana hafa nú staðfest lát Omars.

Í frétt BBC segir að Mullah Akhtar Mansour muni taka við leiðtogahlutverkinu en hann var einn nánasti samstarfsmaður Mullah Omar.

Fréttaskýrendur telja að útnefningin muni valda klofningi í herbúðum Talibana þar sem margir háttsettir Talibanar hafi lagst gegn skipun Mullah Akhtar Mansour. Talið er að margir hafi frekar kosið að sonur Omar tæki við leiðtogahlutverkinu af föður sínum.

Afganir greindu frá því í gær að Mullah Omar hafi látið lífið á sjúkrahúsi í pakistönsku borginni Karachi fyrir tveimur árum, en pakistönsk stjórnvöld hafa ætíð hafnað því að Omar væri í landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×