Viðskipti innlent

Taldi ekki fram 380 milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Embætti Sérstaks saksóknara.
Embætti Sérstaks saksóknara. Vísir/Stefán
Sérstakur saksóknari hefur ákært fjárfestinn Aðalstein Karlsson, fyrrverandi stofnanda og eiganda heildverslunar A. Karlsson og fasteigna Hótel Borgar, fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Viðskiptablaðið greinir frá en brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2007-2009 vegna tekjuáranna á undan.

Í ákærunni kemur fram að Aðalsteinn hafi ekki talið fram fjármagnstekjur upp á rúmar 376,4 milljónir króna og stungið rúmum 37,6 milljónum undan skatti. Aðalsteinn baðst undan viðtali við VB.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið. Ákærði gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi auk fjársektar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×