Lífið

Talar um blaðamannaniðurgang á Twitter

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar


Ofurfyrirsætan Cara Delevingne viðraði skoðanir sínar um fjölmiðla í vikunni á Twitter, rétt eftir að fréttir bárust að fyrrverandi kærasta hennar, leikkonan Michelle Rodriguez, væri byrjuð með leikaranum Zac Efron. Í kjölfarið fóru ýmsar kjaftasögur á kreik um Cöru.

"Ég veit ekki hvort ég get hlegið lengur að bullinu sem er skrifað í fjölmiðlum. Þeim hlýtur að leiðast mikið núna. Það sem gerist í raunverulega lífinu er mun áhugaverðara en bullið sem er verið að skrifa núna. Þeir eru greinilega ekki með neitt ímyndunarafl," tístir Cara til að mynda.

"Þeir ættu að ráða börn til að búa til þessar greinar í staðinn, væri muuuun áhugaverðara fyrir fólk að lesa. Ég kom heim í gærkvöldi eftir  fjórtán tíma vinnudag og sá tólf paparassa bíða eftir mér. Mig langaði bara að sjá kanínuna mína og fara að sofa. Ég þarf neðanjarðar Batman-göng!" bætir hún við. Í enn öðru tísti skrifaði Cara:

"Ennþá lekur kúkur út um rass/munn fjölmiðla! Hlýtur að vera blaðamannaniðurgangur."

Þá hvetur hún fjölmiðla til að vanda til verka.

"Kæru blaðamenn, það eru mikilvægari hlutir að gerast í heiminum. Þið hafið áhrif á hvað fólk les. Berið virðingu fyrir vinnunni ykkar."


Tengdar fréttir

Michelle Rodriguez og Cara Delevingne hættar saman

Leikkonan Michelle Rodriguez og ofurfyrirsætan Cara Delevingne eru að sögn erlendu pressunnar endanlega hættar saman en leikkonan var orðin þreytt á endalausu djammi kærustunnar.

Vill fjölga sér með fyrirsætu

Nú þráir Michelle fátt annað en að eignast afkvæmi með ofurfyrirsætunni þrátt fyrir 14 ára aldursmun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×