Erlent

Tala látinna komin í 158

Samúel Karl Ólason skrifar
Hreinsunarstörf vegna eiturefna eru í gangi.
Hreinsunarstörf vegna eiturefna eru í gangi. Vísir/EPA
Yfirvöld í Kína hafa gefið út að 158 eru nú látnir vegna sprenginganna í Tianjin fyrr í mánuðinum. Fimmtán er saknað, en unnið er að því að hreinsa upp eiturefni sem eru víða um borgina.

Samkvæmt AP fréttaveitunni eru 94 slökkviliðsmenn meðal hinna látnu auk ellefu lögreglumanna og 53 almennra borgara.

Þann 12. ágúst urðu gífurlega stórar sprengingar í vöruhúsi við höfnina í Tianjin. Eldfim og hættuleg efni voru geymd í vöruhúsinu sem var mun nærra heimilum en leyfilegt er. Þar að auki var magnið af efnum langt umfram það sem leyfi vöruhússins sögðu til um.

Ellefu embættismenn hafa nú verið handsamaðir af lögreglu vegna rannsóknar á tildrögum slyssins og rekstri vöruhússins.


Tengdar fréttir

Þúsundir íbúa hafa misst heimili sín

Eldar loga enn á hafnarsvæðinu í Tianjin, þar sem gríðarlegar sprengingar urðu meira en 100 manns að bana í síðustu viku. Íbúar efndu til mótmæla og krefjast skaðabóta. Natríumblásýrusalt hefur fundist í afrennslisvatni í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×