SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Tala látinna hćkkar eftir sjálfsmorđsprengjuárásina í Pakistan

 
Erlent
21:57 27. MARS 2016
Fórnarlömbin eru ađ mestu konur og börn.
Fórnarlömbin eru ađ mestu konur og börn. VÍSIR/AFP

Minnst 69 eru látnir og 280 særðir eftir sjálfsmorðsprengjuárás í garði í borginni Lahore í Pakistan. Pakistanskir talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja að henni hafi verið beint að kristnu fólki.

Fjölmennt var í garðinum vegna páskahátíðarinnar. Árásin var gerð á bílastæði við garðinn í þann mund sem margir voru á leið heim. Bílastæðið er rétt við leiksvæði barna en fórnarlömb árásinnar eru að mestu konur og börn.

Pakistanskir talibanar í hópi sem nefnist Jaamat-ul-Ahrar lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Talsmaður samtakanna sagði að árásin væri skilaboð til Nawaz Sharif forsætisráðherra Pakistan um að samtökin væru komin til að vera í Lahore, einni fjölmennustu borg Pakistan.

Þriggja daga sorg hefur verið lýst yfir í Punjab-héraði. Talsmaður héraðsstjórnarinnar segir að gæslulið hafi verið á staðnum þegar árásin var gerð en ekki hafi borist nein viðvörun um að árás væri í vændum.

Margir hinna slösuðu eru taldir vera alvarlega særðir og óttast er að tala látina muni hækka enn frekar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Tala látinna hćkkar eftir sjálfsmorđsprengjuárásina í Pakistan
Fara efst