Erlent

Tala látinna hækkar: Björgunaraðgerðir halda áfram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tæplega 300  farþega er enn saknað eftir að ferja með 462 innanborðs sökk undan ströndum Suður-Kóreu í nótt.

Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í dag og munu þær halda áfram í alla nótt. Ljóskastarar og neyðarblys eru notuð til að lýsa upp leitarsvæðið. Aðstæður eru sagðar erfiðar og er mikil leðja sögð umleika skipið ásamt því að skyggni hefur verið slæmt.

Tugir eru slasaðir og sex eru látnir en yfirvöld í Suður-Kóreu telja að sú tala muni fara hækkandi.

Um borð í ferjunni voru aðallega menntaskólanemar á leið í frí á eyjuna Jeju. Enn er ekki ljóst hvað olli því að ferjan sökk, en hún sökk á um þrjátíu metra dýpi. Vitni segja ferjuna hafa siglt á sker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×