Sport

Taktískur sigur Darren Till í Liverpool

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun.

Mikil spenna var fyrir bardaga Darren Till og Stephen Thompson. Bardaginn var þó taktískari og tæknilegri en fyrirfram var búist við. Darren Till sýndi nýjar hliðar á sínum leik og var yfirvegaður yfir loturnar fimm. Till bar greinilega mikla virðingu fyrir gagnárásum Thompson og sótti varfærnislega.

Bardaginn fór því allar fimm loturnar og gáfu allir dómararnir Till sigurinn. Ekki eru allir sammála niðurstöðu dómaranna og er deilt um hvor hafi unnið fleiri lotur.

Neil Magny, sem átti að mæta Gunnari Nelson áður en Gunnar meiddist, átti ekki í vandræðum staðgengil Gunnars í kvöld. Magny kláraði Craig White með tæknilegu rothöggi í lok 1. lotu en eftir bardagann óskaði hann eftir bardaga gegn Kamaru Usman. Usman sigraði Demian Maia um síðustu helgi og er ofarlega á styrkleikalistanum.

Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×