Erlent

Takmarkanir á verkjalyfjasölu til átján ára og yngri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Átján ára og yngri fá ekki að kaupa meira en einn pakka af verkjalyfjum í apótekum í Svíþjóð.
Átján ára og yngri fá ekki að kaupa meira en einn pakka af verkjalyfjum í apótekum í Svíþjóð. vísir/anton
Apótek í Svíþjóð hafa samþykkt að setja á takmarkanir á verkjalyfjasölu til ungmenna átján ára og yngri. Ungmennin fá héðan í frá ekki að kaupa meira en einn pakka af verkjalyfjum á borð við Panodil, sem er hita- og verkjastillandi.

Ástæðan er grunur um misnotkun á lyfjunum en ungmenni hafa í auknum mæli fengið eitrun vegna ofnotkunar undanfarin misseri. Átján ára og yngri mega ekki kaupa verkjalyf í stórmörkuðum en þrátt fyrir það var talin þörf á að fjarlægja lyf úr hillum verslana á síðasta ári.

Þá fá allir fullorðnir, sem vilja kaupa fleiri en einn pakka af verkjatöflum sem innihalda paracetamol, ráðleggingar frá lyfjafræðingi um hvernig eigi að neyta lyfjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×