Viðskipti innlent

Taka við stöðum skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Ragna Bjarnadóttir.
Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Ragna Bjarnadóttir. dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa þær Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis, og Rögnu Bjarnadóttur, lögfræðingi hjá dómsmálaráðuneytinu, í stöður skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu.

Stöðurnar voru auglýstar fyrr í sumar og bárust alls 33 umsóknir, en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Í frétt á vef ráðuneytisins segir að niðurstaða valnefndar sem dómsmálaráðherra skipaði hafi verið að mæla með sex umsækjendum sem hafi talist hæfastir til að gegna embættunum. Voru þær Berglind Bára og Ragna í hópi þeirra.

„Berglind Bára Sigurjónsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og hóf í kjölfarið störf sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Frá árinu 2010 hefur hún starfað sem löglærður skrifstofustjóri hjá embættinu. Hún hefur jafnframt verið stundakennari á ýmsum námskeiðum á meistarastigi við lagadeild HÍ, stjórnmálafræðideild HÍ og hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Ragna Bjarnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og meistaraprófi frá Oxfordháskóla 2009. Ragna var aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara árin 2006 til 2008, aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2009-2010, var lögfræðingur hjá Mannréttindasdómstóli Evrópu 2011 til 2014 og hefur verið stundakennari við lagadeildir HÍ og Háskólans í Reykjavík. Frá árinu 2016 hefur Ragna starfað sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneytinu,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×