FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 20:00

Réttur barnsins ađ fá bólusetningu

FRÉTTIR

Taka til fyrir heimsókn Guđna og Putins međ ţví ađ rífa byggingar

 
Erlent
14:40 17. MARS 2017
Ţessi bygging ţótti ekki nógu góđ fyrir Vladimir Putin og Guđna Th. Jóhannesson.
Ţessi bygging ţótti ekki nógu góđ fyrir Vladimir Putin og Guđna Th. Jóhannesson. VÍSIR/GETTY

Bæjaryfirvöld í Arkhangelsk í Rússlandi hafa látið rífa tvær byggingar sem voru í niðurníðslu fyrir væntanlega norðurslóðaráðstefnu sem þar fer fram í lok mánaðarins.

Vladimir Putin mun þar halda erindi og taka þátt í pallborði ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Í frétt Barents Observer segir að leið Pútin frá flugvellinum í Arkhangelsk muni liggja framhjá byggingunum sem voru rifnar og því hafi þurft að grípa til aðgerða en húsin litu mjög illa út.

Í fyrstu var fyrirhugað að fela byggingarnar með tjöldum en af ótilgreindum ástæðum þótti hentugra að rífa byggingarnar. Búist er við að um 800 gestir muni taka þátt í ráðstefnunni og vilja bæjaryfirvöld að bærinn líti sem best.

Ásamt Guðna og Pútin hefur forseti Finnlands, Sauli Niinistö, boðað komu sína auk utanríkisráðherra Danmerkur og Noregs en ráðstefnan hefst 30. mars næstkomandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Taka til fyrir heimsókn Guđna og Putins međ ţví ađ rífa byggingar
Fara efst