SUNNUDAGUR 11. DESEMBER NÝJAST 23:50

ISIS-liđar sagđir hafa náđ Palmyra aftur á sitt vald

FRÉTTIR

Taka sér mánađarfrí frá Manziel á Twitter

 
Sport
23:00 02. FEBRÚAR 2016
Manziel er mikill partípinni.
Manziel er mikill partípinni. VÍSIR/GETTY

Vandræðabarnið í NFL-deildinni, Johnny Manziel hjá Cleveland, er endanlega búinn að missa allan stuðning hjá stuðningsmönnum félagsins.

Hann er ótrúlega klókur við að koma sér í vandræði og virðist hafa litla stjórn á lífi sínu þó svo hann hafi farið í langa meðferð fyrir síðasta tímabil.

Í vetur stakk hann meðal annars af til Las Vegas og skemmti sér í dulargervi. Nú síðast var lögreglan að leita að honum á þyrlu eftir að hann lenti í rimmu við unnustu sína.

Stuðningsmenn Browns hafa nú ákveðið að taka sér algjört frí frá Manziel. Þeir ætla ekki að minnast á hann á Twitter í heilan mánuð og jafnvel lengur.

Það var átta ára dóttir eins stuðningsmanns sem kom með hugmyndina.

„Hún spurði mig hvað við værum alltaf að tala um á Twitter. Ég sagði við hana að við værum alltaf að tala um Johnny. Hún ranghvolfdi augunum og sagði svo: Af hverju takið þið ykkur ekki mánaðarfrí frá honum,“ sagði Chris McNeil og í kjölfarið fór hann af stað með „Johnny Free February“ en hugmyndin hefur hlotið frábæran hljómgrunn hjá stuðningsmönnunum.

McNeil og félagar fá líklega glaðning fljótlega því félagið er sagt ætla að losa sig við glaumgosann.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Taka sér mánađarfrí frá Manziel á Twitter
Fara efst