Innlent

Taka sér kjararáðshækkun í Mosfellsbæ

Sveinn Arnarsson skrifar
Hækkun frá kjararáði fyrir bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Hækkun frá kjararáði fyrir bæjarstjórn Mosfellsbæjar. vísir/gva
Laun kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ munu fylgja ákvörðun kjararáðs frá því í október og hækka því um 30 prósent. Á sama tíma neitar meirihlutinn að greiða áheyrnarfulltrúum minnihlutans laun fyrir nefndasetu. Er ákvörðunin afturvirk frá 1. janúar 2017. 

Litlir flokkar í bæjarstjórnum eiga sums staðar rétt á setu í nefndum sem áheyrnarfulltrúar. Í mörgum sveitarfélögum er greitt fyrir slíkt.

Sigrún Pálsdóttir, fulltrúi M-lista, óskaði eftir því á bæjarráðsfundi í gær að fyrst meirihlutinn hefði ákveðið að hækka laun sín fengju áheyrnarfulltrúar greitt. Tillagan var felld af meirihlutanum og Sigrún segir það valda miklum vonbrigðum.

„Vinnuframlag áheyrnarfulltrúa, ábyrgð og þátttaka í umræðum og þar með stefnumótun bæjarfélagsins er jafn mikil og aðalmanna. Það sem skilur þá að er einungis atkvæðisrétturinn. Jöfn laun fyrir sömu vinnu er eitt af grunngildum lýðræðissamfélagsins. Íbúahreyfingunni finnst við hæfi að þannig sé það líka hjá Mosfellsbæ,“ segir í áliti Sigrúnar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu

Fréttin hefur verið uppfærð. Ranglega var sagt að laun kjörinna fulltrúa hækki um 44 prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×