Erlent

Taka harðar á nektardansi í jarðarförum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nektardansari á sviði í jarðarför í Kína.
Nektardansari á sviði í jarðarför í Kína.
Nektardans er bannaður með lögum í Kína en þó er vinsælt í sveitum landsins að fá nektardansara til að dansa í jarðarförum svo fleiri mæti til að syrgja þann látna.

Menningarmálaráðuneyti Kína hyggst nú taka harðar á því ef nektardansarar mæta í jarðarfarir og fær lögreglan leyfi til að stöðva jarðarför ef nektardansari er þar kominn til að dansa.

Í yfirlýsingu frá menningarmálaráðuneytinu er nefnt dæmi úr jarðarför einni í héraðinu Hebei fyrr á þessu ári. Þar komu sex nektardansarar fram en lögreglan mætti á staðinn, handtók þá og sektaði aðaldansarann.

Þá segir einnig í yfirlýsingunni að nektardansinn tíðkist í sveitum landsins vegna skorts á öðrum menningartengdum viðburðum þar.

Aðrir vilja þó meina að nektardansinn njóti vinsælda í jarðarförum vegna þess að fólkið í sveitum landsins trúi að því fleiri sem mæti í jarðarför, því meiri virðing sé það fyrir hinn látna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×