MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 19:00

Áhersla lögđ á leynd yfir baksamningum

FRÉTTIR

Taka ekki ţátt í friđarviđrćđunum

 
Erlent
23:38 28. JANÚAR 2016
Riad Hijab, fyrrverandi forsćtisráđherra Sýrlands.
Riad Hijab, fyrrverandi forsćtisráđherra Sýrlands. VÍSIR/AFP

Fulltrúar sýrlensku stjórnarandstöðunnar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðum um Sýrlandsstríðið sem eiga að hefjast í Genf á morgun. Þeir segjast fyrst þurfa að ná samkomulagi um að loftárásum á hernumdum svæðum verði hætt.

Riad Hijab, fyrrverandi forsætisráðherra Sýrlands, sem fer fyrir hópnum, sagði í yfirlýsingu sinni að stjórnarandstaðan myndi ekki mæta á fundinn nema kröfum hennar yrði mætt. Samninganefnd stjórnvalda hefur boðað komu sína en talið er ólíklegt að samkomulag náist á milli stjórnar- og stjórnarandstöðu.

Bundnar hafa verið verið vonir við að skriður kæmist á friðarumleitanir í Sýrlandi, en Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst því yfir að þessi fundur sé líklega síðasta tækifæri Sýrlendinga til að koma á friði.

Erfiðlega hefur gengið að koma stríðandi fylkingum að samningaborðinu. Fyrsta tilraun til að halda friðarviðræður fyrir tveimur árum bar ekki árangur, en stríðið hefur nú staðið yfir frá árinu 2011. Þá var stefnt að því að hefja þær 25. þessa mánaðar en var frestað um fjóra daga vegna deilna um skipan í samninganefndir.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Taka ekki ţátt í friđarviđrćđunum
Fara efst