Erlent

Taj Mahal að verða grænt vegna skordýrakúks

Samúel Karl Ólason skrifar
Taj Mahal er einn vinsælasti ferðamannastaður Indlands.
Taj Mahal er einn vinsælasti ferðamannastaður Indlands. Vísir/EPA
Yfirvöld í Indlandi hafa sett af stað rannsókn vegna þess að einn veggur hins vinsæla ferðamannastaðar Taj Mahal er að verða grænn. Ástæða litabreytingarinnar er grænn kúkur skordýra. Hvítir marmaraveggir hallarinnar hafa þó gulnað undanfarin ár vegna mikillar loftmengunar. En einhverjir reka græna litinn til mikillar mengunar í ánni Yamuna, sem liggur nærri Taj Mahal.

Mengunin er sögð hafa valdið mikilli þörungamyndun í ánni sem skordýr éta. Embættismenn lofa íbúum að Taj Mahal verði ekki fyrir varanlegum skaða. Taj Mahal var byggt á sautjándu öldinni sem grafhýsi eiginkonu Muhal keisarans Shah Jahan, en kona hans dó árið 1631.

Í samtali við AFP fréttaveituna segir aðgerðarsinninn DK Joshi að þrjár tegundir skordýra beri ábyrgð á græna litnum.

Um er að ræða einn helsta ferðamannastað landsins og hafa yfirvöld í Indlandi reynt að verja ásýnd hallarinnar. Þar á meðal með því að banna kolaver í nærliggjandi borginni Agra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×