Innlent

Tafarlausra úrbóta krafist á Reykjanesbraut

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Leigubílstjórar á Suðurnesjum krefjast tafarlausra úrbóta á Reykjanesbraut og að tvöföldun hennar verði lokið á næstu tveimur árum. Innanríkisráðherra segir ekki gert ráð fyrir fjármagni til þessa en brýnt sé að ráðast í ýmsar úrbætur á vegakerfinu.

Leigubílstjórar á A-stöðinni og aðrir íbúar á Suðurnesjum voru minntir á það á sársaukafullan hátt að tvölföldun Reykjanesbrautar sé ólokið. Jóhannes Hilmar Jóhannesson vinnufélagi leigibílstjóranna lést í umferðarslysi á gatnamótum Flugvallarbrautar og Reykjanesbrautar fyrr í mánuðinum.

Átta ár eru síðan framkvæmdum við tvölföldun Reykjanesbrautar lauk við Fitja í Njarðvík eða örskammt frá slysstaðnum.

„Við viljum leggja áherslu á að þessi framkvæmd við að breikka brautina sé kláruð. Þetta er búið að standa yfir í tugi ára. segir Valur Ármann Gunnarsson, leigubílstjóri.

Innanríkisráðherra veitti áskorun leigubílastjóranna viðtöku við gatnamótin þar sem hið hörmulega slys átti sér stað.

„Nú þori ég ekki að lýsa neinu yfir hérna afrdráttarlaust í dag. Við höfum í hyggju að líta til Reykjanesbrautarinnar þegar við endurskoðum samgönguáætlun til lengri tíma. Við höfum á því framkvæmdabili sem við horfum fram á litið til Hafnarfjarðarhluta Reykjanesbrautarinnar, setjum milljarð þar í, sem við bætu við en stóð ekki til að yrði svona snemma og síðan munum við að sjálfsögðu halda áfram með það. Ég get sagt að Reykjanesbrautin er svo sannalega á kortinu,“ segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.

„Þetta er allt spurning um peninga og fjármagn. Ég ætla ekki að lofa því og það liggur alveg fyrir að það er ekki gert ráð fyrir þessari framkvæmd á allra næstu árum þá þarf eitthvað að koma til svo að svo verði. Allt sýnst þetta um peningar og forgangsröðun. Ég get að minnsta kosti sagt það að í forgangsröðuninni þá liggur það fyrir að þessi braut er mjög mikilvæg. Og svo bætist til viðbótar og það þurfum við að hafa mjög í huga þessi óskaplegi umferðarþungi sem nú er orðinn sem gerir það að verkum að við getum ekki beðið endalaust með að fara í brýnar framkvæmdir og viðhald á þjóðvegunum. Það er bara ekki hægt,“ segir Ólöf.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×