Erlent

Tæplega 300 manns enn saknað í Suður-Kóreu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að minnsta kosti 164 hefur þegar verið bjargað.
Að minnsta kosti 164 hefur þegar verið bjargað. vísir/afp
Tæplega 300 manns er saknað eftir að ferja sökk undan ströndum Suður-Kóreu í nótt. 459 voru um borð, flestir þeirra framhaldsskólanemendur á leið í frí á eyjunni Jeju. Að minnsta kosti þrír eru látnir.

Björgunarþyrlur og skip á vettvangi skipta tugum og unnið er að því að ná öllum úr flakinu en að minnsta kosti 164 hefur þegar verið bjargað.

Skipið lagðist á hliðina og sökk innan tveggja klukkustunda frá því að neyðarkall var sent út, en ekki er vitað hvað olli því að skipið sökk.

Kafarar sjóhersins hafa verið kallaðir út og leita nú þeirra sem saknað er, en aðstæður eru sagðar gríðarlega erfiðar. Mikil leðja er sögð umleika skipið og skyggni þar af leiðandi lélegt.

vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp
vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×