Innlent

Tæplega 240 milljónir í ráðgjöf og kynningarstarf

Bjarki Ármannsson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/GVA
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur eytt tæplega 240 milljónum króna í sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstörf frá byrjun síðasta árs. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Kostnaður vegna þessara kaupa nam rúmlega 109,8 milljónum á árinu 2014 og rúmlega 128 milljónum á árinu 2015, fram til loka októbermánaðar. Í svari ráðherrans, sem birt er á vef Alþingis, má finna útlistun á öllum þeim aðilum sem hlutu greiðslur fyrir slík störf og fyrir hvaða verkefni.

Í svarinu er þess getið að yfirlitið gefi ekki tæmandi mynd af stöðu mála þar sem rekstri verkefna vegna niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána annars vegar og vegna framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta hins vegar sé ekki að fullu lokið. Kostnaðaryfirlit vegna þeirra verði birt að þeim loknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×