Viðskipti innlent

Tæp 5% gætu fengist upp í Baug

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson var forstjóri Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson var forstjóri Baugs. Vísir/Hörður Sveinsson
Einungis tæp 5% gætu fengist upp í kröfur á Baug. Erlendur Gíslason, skiptastjóri Baugs, segir í samtali við Viðskiptablaðið að stefnt sé á að skiptum á þrotabúinu ljúki árið 2016. Hann segir að endurheimtur gætu orðið tæp fjögur prósent af samþykktum körfum en samkvæmt útreikningum Viðskiptablaðsins gætu endurheimtur í besta fallir orðið nær fimm prósentu.

Þrotabúið vann tvo sigra í dómsmálum gegn Banque Havilland og Kaupþingi á síðasta ári og mun í kjölfarið innheimta fjármuni sem nema allt að sex milljörðum og telja stærstan hluta eigna þrotabúsins. Tveir og hálfur milljarður mun koma frá Banque Havilland og líklega þrír til fjórir milljarðar komi frá Kaupingi. Auk þess á búið um 1,2 milljarða króna, segir í grein Viðskiptablaðsins.

Lýstar kröfur í Baug námu 320 milljörðum króna en líklegt er að samþykktar kröfur verði á endanum nærri 160 milljörðum. Meðal ástæðu þess er að þrotabúa BG Holding gerði rúmlega 100 milljarða króna kröfu á þrotabú Baugs löngu eftir að frestur rann út og því var hún ekki samþykkt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×