Erlent

Tælenska lögreglan í erfiðleikum með morðrannsókn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tælenska lögreglan leggur nú allt kapp á rannsókn málsins.
Tælenska lögreglan leggur nú allt kapp á rannsókn málsins. Vísir/AFP
Lögreglan á Tælandi hefur viðurkennt að vita ekki hvort að morðingjar Hönnuh Witheridge og Davids Miller hafi farið úr landi eða ekki. Lögreglan veit heldur ekki hvort aðeins eitt eða fleiri morðvopn hafi verið notuð við glæpinn. Guardian greinir frá.

Lík Hönnuh Witheridge og Davids Miller fundust á strönd á eyjunni Koh Tao á Tælandi fyrr í vikunni. Töluverðir áverkar voru á líkunum og voru þau bæði án klæða.

Krufning hefur nú leitt í ljós að Witheridge lést af höfuðáverkum og Miller lést úr höfuðverkum og drukknun. Blóðug arfaskaka fannst skammt frá þar sem líkin fundust, sem talin er að hafi verið notuð við verknaðinn en morðvopnin gætu þó verið fleiri.

Tælenska lögreglan leggur nú allt kapp á rannsókn málsins. Hún hefur yfirheyrt tvo breska ríkisborgara og fimm einstaklinga frá Búrma í tengslum við málið en enginn hefur enn verið handtekinn. Lögreglan leitar nú að þremur útlendingum sem sást nærri morðstaðnum á ströndinni á Koh Tao þar sem þeir sátu og spiluðu á gítar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×