Erlent

Tæknirisar fá WikiLeaksgögnin fyrst

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Fyrirtæki á borð við Apple, Google og Samsung munu fyrst allra fá að berja augum ný gögn er tengjast eftirliti leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í gegnum snjalltæki. Frá þessu greindi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, í gær.

WikiLeaks lak í vikunni skjölum úr skjalasafni sínu er nefnist Vault 7 sem sýna fram á að CIA hafi nýtt sér veikleika í vörnum snjalltækja til að kveikja á myndavélum og hljóðnemum án samþykkis eigenda viðkomandi tækja.

„Við vitum um alls kyns öryggisgalla sem við viljum að séu lagaðir áður en við birtum skjölin. Við ætlum að vinna með sumum þessara framleiðenda að því að laga gallana,“ sagði Assange. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×