Airwaves

Fréttamynd

Dagbók Bents: Getur verið að Norðmenn séu minna töff en ég hélt?

Diskó friskó, diskó friskó - Ég er í afmælisveislu að öskursyngja með hinum gestunum. Svona eins og Bretar djamma. Við syngjum öll illa. Í upphafi kvölds er gott að setja baseline-ið svona ógeðslega neðarlega, hafa söng viðmiðin lág, þannig mun maður almennilega kunna að meta þessa stórkostlegu söngvara sem eru að spila á hátíðinni á eftir.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: Náttúran heillaði mig

Matthew Moore frá Kanada er að hlýja sér og sýpur á heitu tei þegar að blaðamann ber að garði. Matthew er skiptinemi við Háskóla Íslands í eina önn en þetta er í fjórða skiptið sem hann fer á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: „Besta kvöld lífs míns“

Maren og Mitchell voru bæði enn að jafna sig eftir að hafa séð Eivöru í annað skiptið á hátíðinni. Maren er upprunalega frá Alaska en býr nú í Denver í Coloradoríki í Bandaríkjunum en Mitchell er frá Chicago. Þetta er fyrsta Iceland Airwaves hátíð þeirra beggja.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: „Gaman að sjá borgina lifna við“

Jim og Eric sátu og spjölluðu saman þegar að blaðamaður sveif á þá. Þetta er þriðja Iceland Airwaves hátíð Erics en fyrsta fyrir Jim. Þetta er aftur á móti í fjórða skiptið sem að Eric sækir landið heim og annað skiptið sem Jim kemur með honum. Þeir eru báðir frá Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Airwaves er líka fyrir börn

Í Norræna húsinu verður haldið off-venue fjölskyldufjör í dag. Börn og ungmenni fá að prófa að spila á hljóðfæri, spila á sviði með reyndu tónlistarfólki og dansa reif.

Lífið
Fréttamynd

Fólkið á Airwaves: Spenntust að sjá Ásgeir og Júníus

CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hún kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.

Lífið
Fréttamynd

Neon-gul finnsk poppstjarna

Finnska söngkonan Alma spilar á Airwaves-hátíðinni í kvöld. Tónleikar hennar fara fram í Listasafninu en hún er þekkt fyrir bæði líflega framkomu sem og hárlit.

Tónlist
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.