Borgarstjórn

Fréttamynd

Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ til­laga

Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta reddast!“

Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnuskólabörnin fá loksins launa­hækkun

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hækka laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2024. Vinnuskólabörnin fá því sína fyrstu launahækkun í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Gripa­geymsla ríkis og Reykja­víkur

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hlíft við tæki­færum

Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Gagn­rýnir metarð­greiðslu og segir OR þurfa á „öllu fjár­magni“ að halda

Stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur gagnrýnir þá ákvörðun að greiða út nánast allan hagnað síðasta árs í arð til eigenda og segir hana ekki réttlætanlega með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins, fjármögnunarkjörum þess á mörkuðum og stöðu orkumála almennt. Áform um hlutafjáraukningu með aðkomu nýrra fjárfesta að tveimur dótturfélögum OR hafa tafist nokkuð og hefur stjórnin af þeim sökum meðal annars hækkað brúarlán til Carbfix um meira en fjóra milljarða.

Innherji
Fréttamynd

Gerum skipti­stöðina í Mjódd betri

Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður.

Skoðun
Fréttamynd

Metnaðar­leysi í Mjódd

Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­fest í staf­rænni þjónustu fyrir eldra fólk - Reykja­víkur­borg leiðandi á Norður­löndunum

Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði.

Skoðun
Fréttamynd

Mæla­borð, við­burða­daga­töl og upp­skrúfaðar glæru­kynningar

Vissulega hafa einhverjar stafrænar lausnir litið dagsins ljós síðustu ár en tilbúnar afurðir eru hins vegar ekki í neinu samhengi við það ævintýralega fjármagn sem nú þegar er búið að eyða. Allt of mörg verkefni hafa verið illa skilgreind og mörg hafa dagað uppi í tilraunasmiðjum ÞON eða hafa einfaldlega ekki enn litið dagsins ljós.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar ungra reyk­vískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á bið­listum

Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Leita að parísarhjólsstjóra

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Meira sund!

Ný tillaga um opnunartíma sundlauganna í borginni á hátíðisdögum var samþykkt einróma á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þjónusta sundlauganna verður stóraukin á þessum frídögum einkum á stórhátíðum um jól og páska en almennt fjölgar opnum stundum í sundlaugunum á rauðum dögum um helming eða 64%, en ennþá meira um jól og áramót þegar opnunartíminn yfir hátíðardagana meira en tvöfaldast frá því í fyrra.

Skoðun
Fréttamynd

Breyta fyrir­komu­lagi sund­lauga á rauðum dögum

Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunar­tíma

Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki til­búin að sleppa taki af Kola­portinu

Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Hætt komin hönnunarperla

„Þá hefi ég lent í höfuðborginni. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir fjórum árum. Straumlínulaga og nýtískuleg funkis-hús setja nú svip sinn á bæjarlífið. Mér finnst eitthvað stórborgar menningarlegt við að sjá hve stundvísi bæjarbúa hefir aukist“ skrifaði vestfirðingur í dagbók sína árið 1936 undir teikningu af framtíðarspá hans fyrir Reykjavík.

Skoðun