Bíó og sjónvarp

Sjáðu hvernig Will Smith lítur út sem Andinn í nýju Aladín-myndinni
Disney hefur gefið út stiklu fyrir endurgerð Aladin-myndarinnar sem gerði allt vitlaust árið 1992. Will Smith leikur Andann og sést hann í fyrsta skipti í hlutverkinu í stiklunni.

Leitin að hamingjunni vesen í lífi okkar allra
Kvikmyndin Vesalings elskendur verður frumsýnd 14. febrúar. Myndin segir frá bræðrunum Óskari og Magga sem báðir eiga í stökustu vandræðum með náin sambönd. Grátbrosleg saga af vandræðagangi venjulegs fólks í leit að hamingjunni.

BAFTA verðlaunin veitt í kvöld
Verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar BAFTA fer fram í Royal Albert Hall í kvöld.

Mitchell Whitfield átti að leika eitt af aðalhlutverkunum í Friends
Gamanþættirnir Friends njóta enn gríðarlegra vinsælda og horfa milljónir manna á þættina daglega.

Myndaveisla frá forsýningu Arctic
Kvikmyndin Arctic var forsýnd hér á landi í gærkvöldi en Arctic skartar Maríu Thelmu Smáradóttur og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum. Sýningin fór fram í Sambíó Egilshöll og létu margir sjá sig.

Albert Finney fallinn frá
Enski leikarinn Albert Finney, sem fimm sinnum var tilnefndur til Óskarsverðlauna, er látinn, 82 ára að aldri.

María segir Mads vera æðislegan og alveg lausan við stjörnustæla
Kvikmyndin Arctic var forsýnd hér á landi í gærkvöldi en Arctic skartar Maríu Thelmu Smáradóttur og dönsku ofurstjörnunni Mads Mikkelsen í aðalhlutverkum.

Reynolds leigði einkaflugvél fyrir Elísabetu þegar hún greindist með krabbamein á lokastigi
Vala Matt hitti Elísabetu Ronaldsdóttur í þættinum Ísland í dag í gærkvöldi en hún er ein af bestu kvikmyndaklippurum heims.

Woody Allen krefur Amazon um átta milljarða vegna A Rainy Day in New York
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn hefur stefnt kvikmyndaverinu vegna ákvörðunar þess að hætta við dreifingu á nýjustu kvikmynd leikstjórans.

Hörð barátta þriggja bíómynda um Edduna
Tilnefningar til Eddunnar 2019 voru tilkynntar í beinni útsendingu á ruv.is og Facebook síðu Eddunnar klukkan eitt í dag.

Hrollvekjandi satíra um vonda hvíta karla
Það er eitthvað skemmtilega geggjað við að Adam McKay er orðinn einn beittasti samfélagsrýnirinn í Hollywood eftir að hafa haslað sér þar völl með galsafengnum gamanmyndum á borð við Anchorman, Talladega Nights, Step Brothers og The Other Guys.

Seldi lag í vinsæla Netflix mynd
Undanfarin tvö ár hefur Unnur búið í Los Angeles en áður var hún við nám í American Academy of Dramatic Arts í New York.

Hættu við rauða dregilinn vegna ummæla Neeson um svarta
Ítrekar að hann sé ekki rasisti og vilji opna umræðu um kynþáttahatur.

Fyrsta skiptið í ræktinni með 320 kílóa manni
Casey King er 34 ára karlmaður frá Georgíu í Bandaríkjunum sem er um 320 kíló. Hann eyðir öllum dögum nakinn uppi í rúmi að spila tölvuleiki og þarf að fara í bað í sérstöku baðkari úti á verönd fyrir utan heimilið hans.

Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð
Íslensk fyrirtæki gáfu um helgina tveimur drottningum risavinning í hinum gríðarvinsæla dragdrottningaraunveruleikaþætti RuPaul's Drag Race.

Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni.

Breski leikarinn Clive Swift látinn
Swift var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Keeping Up Appearances.

Sænsk leikstjarna hangir í Hólminum
Sænska leikkonan Lena Endre lætur fara vel um sig í Stykkishólmi þessa dagana við tökur á átta þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið 20/20 fyrir sænska framleiðslufyrirtækið Yellowbird.

Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi
RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku.

Ísköld eru kvennaráð
Óskarsverðlaunin eru síður en svo óskeikull mælikvarði á gæði kvikmynda.