Skroll - myndbönd og hljóðklippur

Fréttamynd

Byggðarökin fyrir göngum nægja ekki - fréttaskýring

Hvaða þættir skipta máli við forgangsröðun í samgönguframkvæmdum? Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á þriðjudag, þar sem rætt var um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, spannst nokkur umræða um rök fyrir samgönguframkvæmdum. Einn nefndarmanna, Róbert Marshall, spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem þar sat fyrir svörum, hvort ráðherra horfði á málið eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, eða hvort hann horfði á það með heildstæðari hætti. Átti hann þá við byggðarök og samfélagsáhrif.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring

Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Engin ein leið bjargar öllum

Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Jón Atli í viðtali: Tilfinningaklámið er úti um allt

Mojito, nýtt leikrit eftir Jón Atla Jónasson, verður frumsýnt í Tjarnarbíói 17. nóvember næstkomandi. Undirliggjandi stef verksins eru afleiðingar efnahagshrunsins. Leikritið fjallar um tvo starfsmenn úr skilanefnd banka sem hittast fyrir tilviljun. Annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indversk/pakistanskan veitingastað í Reykjavík, sem endaði með ósköpum. Glös, borð og stólar voru brotin og slagsmál brutust út.

Innlent
Fréttamynd

EES-samningurinn var versti kostur Finna

Juhana Aunesluoma, sem stýrir Evrópufræðastofnun Háskólans í Helsinki, reifaði afstöðu Finna til Evrópusambandsins í gegnum árin. Finnar hefðu, ólíkt Svíum, verið hrifnir af yfirþjóðlegum þætti ESB og fljótir til að finna sinn sess í Brussel.

Innlent
Fréttamynd

Fögnuðu Fítonblaði

Hið árlega Fítonblað kom út fyrir helgi. Af því tilefni gerði markaðsfólk sér glaðan dag og skálaði í nokkrum svellköldum.

Lífið
Fréttamynd

Magnaðar myndir af mótmælunum

Anton Brink og Valgarður Gíslason ljósmyndarar voru á Austurvelli í allt kvöld og mynduðu það sem fyrir augu bar. Úrval þeirra mögnuðu mynda sem þeir tóku í kvöld má sjá í myndasafninu hér fyrir neðan.

Innlent
Fréttamynd

Ber bleiku slaufuna með stolti

Bleika slaufan, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, hefst formlega í dag. Félagið sett sér það markmið að selja 50 þúsund slaufur fram til 15. október þegar slaufusölunni lýkur.

Lífið
Fréttamynd

Gillz hannar símaskrána

Já og Egill „Gillz“ Einarsson skrifuðu í dag undir samkomulag um að Egill verði meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, sem mun koma út í maí á næsta ári. Í samningnum felst að Egill muni hafa umsjón með bæði forsíðu og baksíðu Símaskrárinnar auk þess að taka þátt í öðrum efnistökum bókarinnar. Bókasamningarnir gerast varla stærri en þessi, því með honum tryggir Egill sér dreifingu í 150.000 eintökum. Símaskráin er stærsta einstaka bókaútgáfa hvers árs og sýna kannanir að hún berst inn á meirihluta heimila á landinu og er notuð af langstærstum hluta landsmanna. Umsókn Egils um aðgang að Rithöfundasambandinu hefur verið nokkuð í fjölmiðlum síðustu daga og má búast við að þessi nýjasti samningur styrki umsóknina umtalsvert, enda ekki algengt að rithöfundar fái svo umfangsmikla dreifingu. „Ég fékk hroll í síðustu viku þegar það kom í fréttunum að Íslendingar væru með feitustu þjóðum í heimi. Þetta gengur ekki lengur og ég lít á það sem persónulegt verkefni mitt að gera eitthvað í þessu. Ég þarf að ná til allra og hvar er það hægt annars staðar en í Símaskránni – þar sem allir Íslendingar eru? Þetta er feitasti bókasamningurinn á markaðnum, en það er líka eina fitan sem ég vil sjá. Ég ætla að nota þetta tækifæri til að koma íslensku þjóðinni á lappirnar og kominn tími til,“ segir Egill Einarsson.

Lífið
Fréttamynd

Hefur fyrir því að rækta kroppinn

Á meðfylgjandi myndum má sjá Victoria's Secret fyrirsætuna Doutzen Kroes, sem dregur úr fæðu sem inniheldur kolvetni og drekkur mikið af heilsudjús áður en hún situr fyrir eða gengur léttklædd um sýningarpallana.

Lífið
Fréttamynd

Opnunarhátíð RIFF

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Reykjavík International Film Festival hófst hátíðlega í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Meðfylgjandi myndir, sem ljósmyndarinn Thorgeir.com tók í opnunarhófinu, sýna líflega stemningu sem ríkti á meðal boðsgesta. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar Riff.is.

Lífið
Fréttamynd

Karl Berndsen fagnar

Í gær fagnaði Karl Berndsen áframhaldandi sigurgöngu sjónvarpsþáttarins Nýju útliti sem sýndur er á Skjá einum í húsakynnum Beauty Barsins, sem er hárgreiðslustofa Karls, staðsett í turninum við Höfðatorg í Borgartúni. Ég fór að velta fyrir mér að ég yrði að þróast og þar sem að ég er ljón þá vildi ég náttúrulega hafa vit á öllu og ég hugsaði með mér ókei ég er með hárið á hreinu og meik upið svona ágætlega á hreinu. Ég vill vita meira um vaxtarlag kvenna," sagði Karl áður en hann sýndi gestum hvernig hann hefur skilgreint og flokkað vaxtarlag kvenna sem hann vinnur út frá í nýju útliti á auðveldan og jákvæðan máta. Á fyrstu myndinni í meðfylgjandi myndasafni má sjá hvernig Karl hefur skilgreint vaxtalag kvenna á fimm mismunandi vegu.

Lífið
Fréttamynd

600 manns í hópmálsókn

Samtök lánþega ætla að fara í skaðabótamál gegn fjármálastofnunum, stjórnendum og eigendum þeirra fyrir að hafa innheimt lán sem klárlega hafi ekki staðist lög. Ríflega 600 manns hafa nú skráð sig til þátttöku í hópmálsóknum samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Rök gegn gjaldþrotafrumvarpi haldi ekki lengur

Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna hefur efasemdir um ákærur gegn fyrrverandi ráðherrum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur efasemdir um það að rétt sé að ákæra ráðherrana fjóra sem meirihluti Atlanefndarinnar svokölluðu leggur til að ákærðir verði fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Samkvæmt tillögunum verða ráðherrarnir ákærðir fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda að bankahruninu.

Innlent
Fréttamynd

Launahækkanir varaborgarfulltrúa kosta 5 milljónir

Heildarkostnaður af breytingu á launum borgarfulltrúa sem samþykkt var í forsætisnefnd borgarstjórnar síðastliðinn föstudag er áætlaður um 5 milljónir á árinu 2011, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri Reykjavíkur mótmælir við Alþingi

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, er í fremstu línu mótmælenda við Alþingi en þar standa yfir mótmæli gegn mannréttindabrotum í Slóvakíu. Íslandsdeild Amnesty International stendur fyrir mótmælunum sem hófust klukkan 9.10.

Innlent
Fréttamynd

FIH seldur fyrir 103 milljarða króna

FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Maður á sextugsaldri afvopnaður á slysadeild

Maður á sextugsaldri var afvopnaður á Landspítalanum um klukkan ellefu í morgun. Maðurinn kom á spítalann til þess að sækja sér læknisþjónustu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Leynisamkomulag tryggir friðhelgi

Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja álit EFTA dómstólsins á hæstaréttardómnum

Stjórnarfundur Hagmunasamtaka heimila samþykkti einróma sídegis að leita til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna niðurstöðu Hæstaréttar frá því í gær. Jafnframt að leita leiða til að fá álit EFTA dómstólsins. Á annað hundrað manns staðfestu í dag þátttöku sína í hópmálsóknum Samtaka lánþega gegn fjármálafyrirtækjum. Talsmaður samtakanna segir viðskiptaráðherra ekki geta sett lög sem berji niður betri rétt lánþega.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin: Kaup Magma Energy á HS Orku eru lögleg

Í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál kemur fram að skoðun nefndarinnar á samningum um kaup Magma Energy á HS orku sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa annmarka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana sem slíka.

Viðskipti innlent