Hvalveiðar

Fréttamynd

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 180 tonn af hvalaúrgangi urðuð á Mýrum

Um 179 tonn af hvalaúrgangi af þeim sem sjö langreyðum sem veiddust við landið í haust voru urðuð í Fíflholtum á Mýrum í haust að sögn Skessuhorns. Kjöt hvalanna var aðeins nýtt en það hefur ekki enn verið selt. Fram kemur á vef Skessuhorns að annað af hvalnum, sem áður fór í aðra vinnslu eins og til bræðslu, hafi verið urðað.

Innlent
Fréttamynd

Hvalaskoðun fái það vægi sem henni beri

Hvalir og hvalaðskoðun eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum er efst í huga eftir dvöl sína á Norðurlandi samkvæmt könnun sem fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Ferðamálaklasa Norðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu utanríkisráðuneytinu mótmæli vegna hvalveiða

Sendiherrar Bretlands, Þýskalands og Svíþjóðar og fulltrúar úr sendiráðum Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og sendiráðsritari Ástralíu í Danmörku afhentu utanríkisráðuneytinu í morgun mótmæli 25 þjóða og framkvæmdanefndar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.