Lífið

Fréttamynd

„Ég leyfi mér að dreyma“

Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

„Mætti hlúa töluvert betur að minni andlegu heilsu“

Aníta Briem hefur verið viðriðin leiklistina frá því hún var níu ára gömul. Hún á að baki sér fjölmörg verkefni bæði hér heima og erlendis. Á undanförnum árum hefur hún verið að gera það virkilega gott á Íslandi og fór meðal annars með hlutverk í sjónvarpsseríunni Ráðherrann árið 2020, kvikmyndinni Skjálfta sem kom út fyrr á árinu og hinni ný frumsýndu Berdreymi. Nú vinnur hún að sjónvarpsseríu sem hún skrifaði. Þessi hæfileikaríka listakona elskar bækur og tónlist og segir engan dag í sínu lífi eins. Aníta Briem er viðmælandi vikunnar hjá Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Útskriftarnemar HR fara loksins á sína fyrstu árshátíð áður en skólagöngu þeirra lýkur

Það ríkir mikil gleði hjá nemendum Háskólans í Reykjavík um þessar mundir þar sem þeir eru loksins að halda árshátíð eftir þriggja ára bið. Veisluhöldin eru þeim án efa kærkomin en fyrir tveimur árum var árshátíðinni aflýst degi fyrir viðburðinn vegna Covid. Blaðamaður hafði samband við Alexander Ágúst, formann stúdentafélags HR, og tók púlsinn á honum.

Lífið
Fréttamynd

The Weeknd steypir Frikka Dór af stóli

Kanadíski söngvarinn The Weeknd skipar fyrsta sæti íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt Sacrifice. Friðrik Dór dettur niður um eitt sæti eftir margar vikur á toppnum með lagið Bleikur og Blár.

Tónlist
Fréttamynd

„Maður myndi ekki kunna að meta það ef allt gengi upp“

Árni Páll Árnason er listamaður og rappari, þekktur undir listamannsnafninu Herra Hnetusmjör, og á að baki sér ótal marga smelli á borð við „Upp Til Hópa“ og „Já ég veit“. Árni er mikill fjölskyldumaður, tveggja barna faðir og nýtur lífsins edrú, eins og kemur gjarnan fram í textum hans. Árni Páll er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

„Í dag er bjartara yfir lífinu og auðveldara að gera þessa lífsreynslu upp“

Nýja íslenska rokk hljómsveitin Tragically Unknown sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag sem ber nafnið Villain Origin Story. Hljómsveitin er skipuð þeim Oddi Mar Árnasyni gítarleikara, Helenu Hafsteinsdóttur söngkonu, textasmið og lagahöfundi, og Þórgný Einari Albertssyni bassaleikara og lagahöfundi. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu.

Tónlist
Fréttamynd

Lét húðflúra á sig pizzusneið af ást sinni á pizzu

Álfgrímur Aðalsteinsson er lífskúnstner sem sérhæfir sig í skapandi verkefnum og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann elskar list af öllu tagi og finnst pizza svo góð að hann lét húðflúra pizzusneið á fótinn sinn. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Alexandra Sif í tökum með lagahöfundi Beyoncé

Alexandra Sif Tryggvadóttir vinnur hjá stórfyrirtækinu Spotify og er búsett í sólríku Los Angeles. Hún er að gera öfluga hluti vestanhafs í ýmsum verkefnum og öðlaðist það eftirsótta tækifæri að fá að sækja sérstakan fjölmiðla dag fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Blaðamaður hafði samband við Alexöndru og tók púlsinn á stemningunni svona rétt fyrir Óskarinn. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

„Ef ég er í kvíðakasti þarf ég að þrífa allt heima“

Patrekur Jaime Plaza skaust upp á íslenska stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum síðan sem raunveruleikastjarna í þáttunum Æði. Það er nóg að gera hjá Patreki þessa dagana þar sem hann er í óða önn við að taka upp fjórðu seríu af Æði ásamt því að njóta þess að vera til. Patrekur Jaime er er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa
Fréttamynd

Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna

Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa