Ríkisstjórn

Fréttamynd

Gefur lítið fyrir gagnrýnina

Iðnaðarráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á frumvarp um nýsköpunarsjóð á ársfundi Iðntæknistofnunar í morgun. Frumvarpið væri tilraun til að skera á aðskilnað milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins þegar kæmi að stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur annar milljarður í nefndir

Nefndir ráðuneytanna kostuðu ríkissjóð nær einn og hálfan milljarð króna á síðasta ári. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar er vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Einn og hálfur milljarður í nefndastörf

Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna nefndastarfa á vegum ráðuneyta nam nær einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Tæplega helmingur þeirrar upphæðar er til kominn vegna starfa einkavæðingarnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna

Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa

Gríðarlegt ofbeldi og vitleysa eru orðin sem forstjóri 365 miðla notar um þá fyrirætlan ráðamanna að koma fjölmiðlafrumvarpinu og frumvarpinu um hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins í gegn fyrir þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sérkjörin burt sem fyrst

Engar efndir hafa orðið á því að eftirlaunalögum yrði breytt þó ár sé síðan forsætisráðherra lofaði að það yrði gert. Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, á þingi í dag og deildi á forsætisráðherra sem sagði málið ekki stranda á sér.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingum í starfaleit þarf ekki að fjölga

Fólki frá Austur-Evrópu sem kemur hingað til lands að leita sér vinnu þarf ekki að fjölga þrátt fyrir að takmarkanir við för þeirra falla niður 1. maí. Þetta er mat félagsmálaráðherra og aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Óttast ekki andstöðu við frumvarpið

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að frumvarpið verði að lögum

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um Nýsköpunarmiðstöð verði að lögum í vor. Þetta sagði hún í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður svaraði þá fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylkingar, sem taldi að hún hefði stefnt í voða samkomulagi sem hafi verið að myndast um byggðastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Árni lætur af embætti í dag

Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi sem hefst klukkan ellefu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra færir sig þá um set yfir í félagsmálaráðuneytið og Siv Friðleifsdóttir tekur við heilbrigðisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Helst illa á ráðherrum

Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Löngu tímabær yfirlýsing

Það var tími til kominn segir formaður Samfylkingar um yfirlýsingu forsætisráðherra um að Ísland verði komið í Evrópusambandið árið 2015. Utanríkisráðherra vill ekkert tjá sig um yfirlýsingu forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Geir neitar að tjá sig

Geir H. Haarde utanríkisráðherra neitar að tjá sig um þá yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann telji að Ísland verði orðið aðili að Evrópusambandinu árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu stjórnarmyndun löngu fyrir kosningar

Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson höfðu lagt grunninn að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eftir þingkosningarnar 1991, meðan Alþýðuflokkurinn var enn í vinstristjórn og áður en Davíð Oddsson felldi Þorstein í formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu á ráðin um stjórn fyrir kosningar

Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson lögðu grunninn að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks með samningum nokkuð fyrir kosningar 1991 segir Össur Skarphéðinsson í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnskipulegur vandi blasir við

Stjórnskipulegur vandi blasir við ef einhver dómari höfðar mál á hendur ríkinu vegna afnáms úrskurðar kjaradóms um laun dómara segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um að ganga erinda Bandaríkjamanna

Íslensk stjórnvöld voru sökuð um að ganga erinda bandaríska landvarnaráðuneytisins í stað þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar í skeleggum umræðum um fangaflug á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Unglingar mótmæltu stóriðjustefnu

Ég vil nauðga náttúrunni, ég vil vinna í álveri, ég vil menga umhverfið! Þessi slagorð og fleiri glumdu af vörum ungmenna sem söfnuðust saman síðdegis í dag í móttöku iðnaðarráðuneytisins til að mótmæla stefnu stjórnvalda í virkjunarmálum. Ungmennunum var heitt í hamsi og atgangurinn slíkur að ráðuneytið óskaði eftir aðstoð lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknardeildin réð úrslitum

Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja aðild að matvælanefnd

Formaður Neytendasamtakanna hefur skrifað forsætisráðherra bréf þar sem hann fer fram á aðild samtakanna að nefnd sem forsætisráðherra hyggst skipa til að kanna ástæður hás matvælaverðs og leiðir til að lækka það.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.