Ekvador

Fréttamynd

Hraun flæðir á Galapagoseyjum

Eldgos hófst á Galapagos-eyjum undan ströndum Ekvador í gærkvöldi. Hraun flæddi úr La Cumbre eldfjallinu á Fernandinaeyju en það er virkasta eldfjalla eyjaklasans fræga, og rann út í sjó.

Erlent
Fréttamynd

Ó­öld í Ekvador

Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku.

Erlent
Fréttamynd

Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador

Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks.

Erlent
Fréttamynd

Meintir morðingjar fram­bjóðandans frá Kólumbíu

Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka dauða fjögurra skjald­baka

Yfirvöld í Ekvador rannsaka nú dauða fjögurra risaskjaldbaka sem fundust á Galapagos-eyjum fyrr á árinu. Talið er að veiðiþjófar hafi veitt og borðað þær.

Erlent
Fréttamynd

24 látin eftir aur­skriður og flóð í Ekvador

Að minnstu 24 eru látin og tugir eru slasaðir eftir að aurskriður hafa fallið víðs vegar í ekvadorsku höfuðborginni Quito. Úrhellisrigning hefur verið í landinu síðustu daga sem hefur svo framkallað aurskriðurnar og aurflóð.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ára og eldri skyldaðir í bólu­setningu

Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Spretthlaupari skotinn til bana

Ekvadorinn Alex Quinonez, sem vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum 2019, var skotinn til bana í borginni Guayaquil í Ekvador síðastliðið föstudagskvöld.

Sport
Fréttamynd

Að minnsta kosti 116 látnir í fangaóeirðum í Ekvador

Að minnsta kosti 116 eru látnir eftir bardaga glæpagengja í Litoral-fangelsinu í borginni Guayaquil í Ekvador. Að minnsta kosti fimm fangar voru afhöfðaðir en aðrir skotnir. Talið er að gengin hafi tengsl við mexíkósk glæpasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Bogi Darwins á Galapagos er hruninn

Bogi Darwins, fræg bergmyndun undan strönd einnar Galapagoseyja, er hruninn. Umhverfisráðuneyti Ekvadors greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og segir hann hafa hrunið vegna náttúrulegrar rofs.

Erlent
Fréttamynd

Afglæpavæða þungunarrof í kjölfar nauðgunar

Stjórnlagadómstóll Ekvador hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagaákvæði sem banni þungunarrof í kjölfar nauðgunar brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Sjö dómarar voru á þessu máli, gegn tveimur en rætur þess má rekja til baráttu kvennréttindasamtaka í Ekvador.

Erlent
Fréttamynd

75 fangar létu lífið í á­tökum í Ekvador

Að minnsta kosti 75 fangar létu lífið í blóðugum átökum liðsmanna tveggja glæpagengja innan veggja þriggja fangelsa í Ekvador í gær. Fangaverðir þurftu að leita aðstoðar hjá bæði lögreglu og hernum til að ná aftur stjórn á ástandinu í fangelsunum.

Erlent