Noregur

Fréttamynd

Segir af sér vegna rit­stuldar

Norski heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst um ritstuld í tengslum við vinnslu á meistararitgerð hennar í heilbrigðisstjórnun frá árinu 2021.

Erlent
Fréttamynd

Vill inn­flytj­endur frá „huggulegum“ löndum eins og Dan­mörku

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Norð­menn líta til dróna og geimferða

Ríkisstjórn Noregs hefur tilkynnt ætlanir um að hætta eigi við að loka herstöðinni í Andøya, eins og til stóð. Þess í stað á að fara í umfangsmikla fjárfestingu þar og þróa herstöðina sérstaklega fyrir notkun langdrægra dróna í samstarfi við geimferðastöð sem verið er að setja á laggirnar þar.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur fundust látin í í­búð í Noregi

Lögreglan í Ål í Noregi fór í húsvitjun í kjölfar þess að henni barst símtal frá fjölskyldumeðlims íbúa sem hafði áhyggjur. Í íbúðinni kom lögregla að fjórum látnum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja frí­verzlunar­samning í stað EES

Meirihluti þeirra Norðmanna sem afstöðu taka með eða á móti vilja skipta aðild Noregs að EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar þar í landi.

Skoðun
Fréttamynd

Gerður Kristný hlýtur virt norsk bók­mennta­verð­laun

Norska sendiráðið afhenti í dag Gerði Kristnýju virt bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Alfred Anderson-Ryssts. Gerður hlýtur verðlaunin fyrir þær margvíslegu og stundum óvæntu tengingar á milli Íslendinga og Norðmanna sem hún hefur búið til með skrifum sínum. 

Menning
Fréttamynd

Heyrnar­tæki ó­heyri­lega dýr á Ís­landi

Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, hefur gert samanburði á verði heyrnartækja á Norðurlöndum og svo á Íslandi. Munurinn er sláandi. Hvað veldur er svo rannsóknarefni út af fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lagði barns­ránið al­veg ein: „Ég gefst aldrei upp fyrir þeim“

Edda Björk, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi en segist, þrátt fyrir dóm og enga forsjá, ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina til Noregs í mars 2022.

Innlent
Fréttamynd

Fær­eyingar vonast eftir hlut­deild í olíu­vinnslu

Færeyingar sjá tækifæri til að fá hlutdeild í gríðarmiklum umsvifum sem fylgja munu fyrirhugaðri olíu- og gasvinnslu á breska Rosebank-svæðinu. Svæðið er um 130 kílómetra norðvestur af Hjaltlandseyjum en aðeins fimmtán kílómetra austan við lögsögumörk Færeyja. Mun styttra er á svæðið frá Færeyjum heldur en frá Aberdeen, helstu olíuþjónustumiðstöð Bretlandseyja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Norð­menn frysta ekki greiðslur til flóttamannaaðstoðar

Stjórnvöld í Noregi ætla ekki að frysta fjárframlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í kjölfar ásakanna á hendur starfsmönnum þess að hafa tekið þátt með einhverjum hætti í árás Hamasliða á Ísrael í október síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þétt­býli úti

Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum.

Innlent