Hryðjuverk í London

Fréttamynd

Tveir látnir eftir árásina í London

Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum.

Erlent
Fréttamynd

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað úr hæsta stigi í það næstefsta. Viðbúnaðarstig var hækkað í hæsta stig á föstudag í kjölfar sprengjuárásarinnar á Parsons Green lestarstöðinni í London þar sem 30 einstaklingar særðust. Sky greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmaðurinn í London nafngreindur

Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan sendir frá sér myndir af fölsuðu sprengjubeltunum

Lögregluyfirvöld í Lundúnum hafa sent frá sér myndir af fölsuðum sprengjubeltum sem árásarmennirnir Khuram Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba báru um sig miðja þegar þeir frömdu hryðjuverkin á London Bridge og Borough Market þann 3. júní, síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta fórnarlambið nafngreint

Lögregluyfirvöld í London segja að árásarmennirnir þrír verði nafngreindir um leið og gengið hafi verið úr skugga um að slík nafnbirting muni ekki skaða rannsóknarhagsmuni.

Erlent