Allir geta dansað

Fréttamynd

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“

„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Fer fram á bætur vegna brott­reksturs úr Allir geta dansað

Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“

Innlent
Fréttamynd

„Þjóðin hefði svo gott af því að fá gleði og glimmer“

„Það geta allir dansað, þetta er ekkert flóknara en það. Þetta er í genunum okkar,“ segir Jóhann Gunnar Arnarson danssérfræðingur, bryti og dómari í þáttunum Allir geta dansað. „Ef fólk hefur áhuga á að ná langt í dansi liggur samt að baki ótrúlega mikil vinna og einbeitni.“

Lífið
Fréttamynd

„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“

„Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár.

Lífið
Fréttamynd

Hnéð tvöfalt, staðgengillinn klár en Sigrún lét vaða

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem þáttastjórnandi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2. Hún hefur tekið þátt í báðum þáttaröðunum og var stjórnandi með Auðunni Blöndal í seríu númer tvö.

Lífið
Fréttamynd

„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“

Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2.

Lífið
Fréttamynd

Lærði að gefast aldrei upp

Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki.

Lífið