Heilbrigðismál

Fréttamynd

Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba

Miklar vonir eru bundnar við frekari árangur í að virkja ónæmisfrumur í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum. Krabbamein í lungum dregur um 1,7 milljónir manna til dauða árlega.

Innlent
Fréttamynd

Vandamál hversu fáir karlar nema hjúkrun

Félag hjúkrunarfræðinga ætlar að greiða innritunargjöld fyrir karlmenn sem fara í hjúkrunarfræði. Aðeins nítján karlar eru í námi eins og staðan er núna. Ísland er með eitt lægsta hlutfall karla í hjúkrun á öllum Vesturlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða

Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi.

Innlent
Fréttamynd

Mikill árangur á Vogi í átaki gegn lifrarbólgu

Vel miðar í baráttunni gegn lifrarbólgu C en á Vogi hafa 473 einstaklingar lokið lyfjameðferð við sjúkdómnum og eru læknaðir af smitinu. "Við erum á góðri leið með að ná markmiði okkar um útrýmingu,“ segir yfirlæknir á Vogi.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakann á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Geðdeyfðarlyf trompa lyfleysu

Ný samanburðarrannsókn á virkni mismunandi tegunda geðdeyfðarlyfja sýnir fram á ótvíræðan ávinning af notkun þeirra í samanburði við lyfleysumeðferð. Dregur vonandi úr efasemdum um virkni lyfjanna.

Innlent
Sjá meira