Flugeldar

Fréttamynd

Flug­eldar for­seta­fram­bjóðanda vöktu barn

Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar.

Innlent
Fréttamynd

Sprakk í hendi tólf ára drengs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum.

Innlent
Fréttamynd

Þrettándabrennur víða um land

Þrettándagleði fer nú víða fram um landið en á þessum degi kveðjum við Íslendingar jólahátíðina. Brennur eru í nánast hverju sveitarfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Forðumst flug­elda­slys

Áramót á Íslandi fara vart fram hjá neinum þegar miklu magni flugelda er skotið á loft. Með kaupum á flugeldum styrkja flestir starf björgunarsveita og njóta þess að kveðja árið með stæl. Flugeldar eru þó ekki hættulausir því árlega verða mörg slys við notkun þeirra og þeim fylgir hávaða- og loftmengun.

Skoðun
Fréttamynd

Taka sér frí frá flug­eldum

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Innlent
Fréttamynd

Flug­eldur sprakk í hendi manns

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um flugeldaslys þar sem flugeldur hafði sprungi í hendi manns. Sá var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í gær var fyrsti dagur ársins þar sem ekki mátti sprengja flugelda.

Innlent
Fréttamynd

Óður til sprengjugleðinnar

Seltjarnarnesbær stóð ekki fyrir flugeldasýningu á Valhúsahæð þetta árið en í tilkynningu til bæjarbúa kom fram að öryggis- og umhverfissjónarmið hefðu vegið þungt. Ákvörðunin var svo sem í samræmi við afstöðu Umhverfisstofnunar sem beindi því vinsamlega til landsmanna fyrir jól að finna sér umhverfisvænni áramótahefðir, til dæmis að öskra árið burt. 

Umræðan
Fréttamynd

Árið hófst á fíngerðri svifryksmengun

Svifryksmengun lá yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkustundir ársins 2022 og fyrstu klukkustundir ársins 2023 en veðuraðstæður vógu upp á móti henni. Áberandi hátt hlutfall fínasta og hættulegasta svifryksins mældist á gamlárskvöld og nýársnótt.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta átak Um­hverfis­stofnunar kom aftan að okkur“

Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna.

Innlent
Fréttamynd

Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa

Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. 

Innlent
Fréttamynd

Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu

Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fækka flugeldum

Áramótin nálgast og eftir að samkomubönn settu strik í reikninginn síðastliðin tvenn áramót eru engin slík fyrir hendi í dag. Landsmenn geta því tekið aftur upp hefðir sem ef til vill var búið að slaufa. 

Innlent