Kjartan Hreinn Njálsson

Fréttamynd

Ónýtur aur

Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku.

Skoðun
Fréttamynd

Þröngt lýðræði

Með afgerandi kosningasigri Viktors Orbán og flokks hans, Fidesz, á dögunum virðist sem endanleg útrýming hins frjálslynda lýðræðis innan landamæra Ungverjalands sé óumflýjanleg.

Skoðun
Fréttamynd

Tímabærar aðgerðir

Taugaeitursárásin í Salisbury fyrr í þessum mánuði var ekki aðeins tilræði við fyrrverandi gagnnjósnara Breta hjá rússnesku alríkislögreglunni (FSB), heldur ósvífin og fordæmalaus árás gegn íbúum Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Erfðaefni Facebook

Hneykslið í kringum óleyfileg kaup pólitískra málaliða hjá Cambridge Analytica á gögnum um fimmtíu milljónir Facebook-notenda, og beiting þessara gagna sem vopns í sálfræðihernaði gegn kjósendum í Bandaríkjunum og Bretlandi, er aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem viðkvæmar upplýsingar um notendur hafa runnið úr greipum Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsingastríð

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur geisað í sjö ár. Í mars 2011 var fjöldamótmælum, sem beindust gegn ríkjandi valdhöfum, svarað með ofbeldi og síðan þá hefur hörmungunum hvergi linnt.

Skoðun
Fréttamynd

Forneskjulegar aðferðir

Í frumvarpi til laga um breytingu á hegningarlögum, sem gerir það að verkum að umskurður drengja varði sex ára fangelsi, lýstur saman með nokkuð athyglisverðum hætti arfleifð forneskjunnar, trúarbragða og hefða annars vegar, og hins vegar þeirri upplýstu heimspeki og siðferði sem mynda grundvöll nútíma lagasetningar og læknisfræði á Vesturlöndum.

Skoðun
Fréttamynd

Mennskan

Hin svokallaða fjórða iðnbylting var á allra vörum á árinu sem var að líða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Klukkustund til eða frá

Bjartari morgnar fylgja seinkun klukkunnar, en um leið dimmir fyrr síðdegis. Þetta hefur ýmsa augljósa kosti í för með sér, en hvort breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á svefnvenjur er með öllu óljóst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heimsfaraldur

Sum verkefni eru slík að umfangi að þau virðast við fyrstu sýn nánast óyfirstíganleg. Engu að síður höfum við ítrekað séð hvernig einbeittur vilji ráðamanna og sameiningarmáttur þjóðanna hefur, jafnvel á ögurstundu, framkallað stórkostlega sigra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hagsmunir neytenda

Fyrirkomulag innflutningstakmarkana á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvöru var í tvígang í vikunni dæmt ólögmætt. EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slíkar takmarkanir brytu gegn ákvæðum EES-samningsins.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti

Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda.

Skoðun
Fréttamynd

Veikburða vísindi

Þó svo að Ísland státi nú af öflugum og ört stækkandi hópi vísindamanna þá hefur starfsumhverfi þessara sérfræðinga farið hrakandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ómetanleg gjöf strákanna

Það má margt læra af velgengni karlalandsliðsins í fótbolta, en í grunninn sýnir þessi árangur fram á mikilvægi samheldninnar, og það á öllum stigum samfélagsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn af andvaraleysi

Fyrr í vikunni vakti undirritaður athygli á áhyggjum Embættis landlæknis af lakri ásókn í bólusetningu hér á landi og var sú staðreynd sett í samhengi við þá tilhneigingu okkar að skilgreina núverandi ástand sem stöðugt og óbreytilegt. Að þeir sem telja bólusetningu óþarfa séu í raun álíka afvegaleiddir og þeir sem telja hana vera skaðlega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að sofna á verðinum

Það er manninum eðlislægt að túlka veröldina út frá nærumhverfi sínu og einangraðri upplifun. Þannig er það fullkomlega eðlilegt að halda það að Jörðin sé nafli alheimsins, enda virðist sólin sannarlega hringsnúast um plánetuna okkar. Það er sömuleiðis eðlilegt að halda að núverandi ástand sé komið til að vera. Dauðinn, sem áður var tíður gestur, virðist nú á tímum vera fjarlægur, jafnvel órökréttur.

Fastir pennar
Sjá meira