
Sekt Google í Frakklandi verður mikilvægt prófmál á sviði persónuverndar
Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR).

Google gæti drepið auglýsingavara
Hugbúnaðarfyrirtæki hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar breytingar á Chrome-vafra Google gætu bundið enda á viðbætur sem loka á auglýsingar á vefsíðum.

Google ætlar í slag við Alexu
Eftir kynningu Google er ljóst að fyrirtækið ætlar í samkeppni við Alexu, talgervil Amazon.

Kevin McCallister snýr aftur í jólaauglýsingu Google
Macaulay Culkin fer með aðalhlutverk í auglýsingunni og snýr hann aftur sem hinn ástsæli Kevin McCallister úr Home Alone myndunum

Útskýrði af hverju Google-leit að „hálfvita“ skilar myndum af Trump
Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið "idiot“ eða "hálfviti“ slegið inn í leitarvélina.

Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út
Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda.

Starfsmönnum Google var ofboðið
Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta.

Starfsmenn Google gengu út
Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni.

Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár
Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár.

Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni
Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni.

Google leitar annað eftir mótmæli Berlínarbóhema
Mótmælendur í Berlín fagna nú hástöfum eftir að tæknirisinn Google tilkynnti að hann hefði ekki lengur áhuga á að reisa nýtt útibú í vesturhluta borgarinnar.

Google rukkar snjallsímaframleiðendur fyrir aðgang að forritum
Breytingin er sögð opna fyrir möguleikann á að keppinautar Google geti komið vöfrum sínum og leitarvélum inn á Android-snjalltæki.

Finnur orkuna í óvissunni
Sem stjórnandi hjá Google og fleiri tæknifyrirtækjum hefur Guðmundur Hafsteinsson komið að þróun spennandi verkefna. Hann segir ótrúlega gefandi að vinna með bjartsýnu fólki sem er klárara en hann sjálfur.

Fóru leynt með gríðarmikinn gagnaleka og reka nú síðasta naglann í kistu Google+
Í minnisblaði, sem yfirmenn hjá Google sendu starfsfólki sínu og Wall Street Journal hefur undir höndum, segir að fyrirtækið hafi fyrst frétt af gagnalekanum í mars síðastliðnum.

Herða árásir á Google
Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trupm, sem forseta Bandaríkjanna sem á að vera til marks um mismunun fyrirtækisins gagnvart íhaldsmönnum.

Google fylgist með notendum í leyfisleysi
Í nýrri rannsókn AP kemur fram að Google fylgist með notendum sínum óumbeðið.

Google hannar leitarvél með ritskoðun fyrir Kínverja
Google vinnur nú að nýrri leitarvél fyrir kínverskan markað. Samnefnd leitarvél fyrirtækisins er á svarta listanum þar í landi, er sum sé á bak við Netkínamúrinn svokallaða líkt og fjölmargar aðrar síður sem sýna eða veita aðgang að efni sem kínverska ríkisstjórnin telur óæskilegt.

ESB sektar Google um 4,3 milljarða evra vegna Android
Evrópusambandið hefur ákveðið að sekta bandaríska tæknirisann Google um 4,3 milljarða evra vegna Android-stýrikerfisins.

Google viðurkennir að utanaðkomandi geti lesið Gmail-pósta
Sum forrit hafa leyfi til að fara inn í tölvupósta Gmail-notenda.

Google bannar allar auglýsingar fyrir þjóðaratkvæði um fóstureyðingar
Facebook hafði áður tekið fyrir auglýsingar erlendra aðila í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsluna á Írlandi sem fer fram 25. maí.