Apple

Fréttamynd

Sama hleðslu­tengi á alla síma fyrir 2024

Evrópuþingið samþykkti í dag að skylda raftækjaframleiðendur til að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Tengið sem varð fyrir valinu er fyrir svokallaðar USB-C snúrur. Ákvörðun þingsins er sögð vera högg fyrir raftækjaframleiðandann Apple.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hörður hættir í Macland

Hörður Ágústsson, einn stofnenda fyrirtækisins Macland, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Hann segir viðskilnaðinn ljúfsáran en tímabært hafi verið að breyta til. Næstu mánuði mun hann vinna að verkefni með rafskútu- og deilibílaleigunni Hopp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ted Lasso mætir í FIFA 23

FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23.

Leikjavísir
Fréttamynd

Allt það helsta frá haustkynningu Apple

Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjar vörur á árlegri kynningu fyrirtækisins. Þar á meðal var kynntur nýr sími, ný snjallúr og ný heyrnartól. Eins og gengur og gerist þá vöktu nýju tækin og tólin  mikla athygli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Horfðu á kynningu Apple: Opinbera iPhone 14

Forsvarsmenn tæknirisans Apple ætla að kynna iPhone 14 á árlegri kynningu fyrirtækisins í dag. Þetta árið ber kynningin titilinn „Far out“ en starfsmenn Apple hafa varist allra fregna af því hvað til stendur að kynna í dag, auk nýs síma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Embla er ís­lensk Siri í stöðugri þróun

Með tæknivæðingunni hafa komið hinar ýmsu snjalllausnir eins og rafræna aðstoðarkona Apple, Siri og aðstoðarkona Amazon, Alexa. Siri og Alexa skilja ekki íslensku en nú er íslensk útgáfa í þróun, hún ber heitið Embla.

Innlent
Fréttamynd

„Alveg hræðilegur“ leiðréttingarbúnaður Apple

Sjálfvirkur leiðréttingarbúnaður Apple fyrir íslensku er hörmulegur og með ólíkindum að einhver hafi fengið borgað fyrir að hanna hann, að mati hugbúnaðarhönnuðar. Fyrirtækið virðist ekki nota neinar tölfræðiupplýsingar sem til eru um íslenskan texta, þrátt fyrir vitneskju um þær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný öryggisstilling Apple væntanleg

Ný öryggisstilling Apple var kynnt á miðvikudag en stillingin er kölluð „Lockdown mode.“ Stillingin er andsvar Apple við meinhugbúnaði sem hefur til dæmis verið notaður til þess að fylgjast með stjórnmálafólki og fréttamönnum í leyni.

Erlent
Fréttamynd

Apple þarf að breyta hleðslutengjum fyrir 2024

Evrópusambandið og Evrópuþingið hafa náð samkomulagi um að snjalltæki þurfi að hafa einu og sömu tegundina af hleðslutengi fyrir árið 2024. Samkomulagið þýðir að tæknirisinn Apple þarf að breyta hleðslutengjum í snjalltækjum sínum í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Fulltrúar erlendu stórfyrirtækjanna tókust bara á loft“

Forseti Íslands segir lífsreynslu útaf fyrir sig að hafa fundað með Apple, Microsoft og Amazon vestanhafs síðustu daga. Helstu sérfræðingar Íslendinga í máltækni eru hluti af sendinefnd, sem á að sannfæra stórfyrirtækin um að bjóða upp á samskipti við símana - á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Ræðir íslensku við Apple, Amazon og Microsoft

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hélt í gærkvöldi til Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leiðir íslenska sendinefnd á fund bandarískra stórfyrirtækja í tækniiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

iPhone 13 lítur dagsins ljós

Bandaríski tæknirisinn kynnti nýjar vörur með pompi og prakti á sérstökum kynningarfundi í dag. iPhone 13 var kynntur til sögunnar ásamt nýju Apple Watch og ýmsu öðru.

Viðskipti erlent