Hryðjuverk í Manchester

Fréttamynd

Gefur enn barnaspítala Manchester jólagjafir

Stórsöngkonan Ariana Grande gefur barnaspítala í Manchester gjafir á ári hverju. Fimm ár eru liðin frá því að hryðjuverkaáras var gerð í Manchester-höllinni þar sem Ariana tróð upp. 

Lífið
Fréttamynd

„Við fengum annað tækifæri í lífinu“

Frændsystkin á unglingsaldri segjast hafa fengið annað tækifæri í lífinu þegar þau sluppu ómeidd frá hryðjuverkaárás í Manchester í maí. Þau hafa nú sett á fót söfnunarvef fyrir stærsta barnaspítala borgarinnar, en þangað komu fjölmörg fórnarlömb árásarinnar og fengu aðhlynningu.

Innlent
Fréttamynd

Þremur sleppt úr haldi lögreglu í Manchester

Tveimur mönnum, 20 og 24 ára, var sleppt en þeir voru báðir handteknir tveimur dögum eftir árásina í grennd við heimili árásarmannsins, Salman Abedi. Þá var 37 ára gömlum manni, sem handtekinn var í Blackley í norðurhluta Manchester einum degi á eftir ungu mönnunum tveimur, einnig sleppt.

Erlent
Fréttamynd

Ferðir árásarmannsins í Manchester kortlagðar frekar

Lögregla í Manchester handtók í dag 23 ára gamlan mann í Sussex í Englandi í tengslum við hryðjuverkin í Manchester. Þá sendu lögregluyfirvöld frá sér nýja mynd af árásarmanninum sem sýnir hann draga á eftir sér bláa ferðatösku fáeinum dögum fyrir árásina.

Erlent
Fréttamynd

Ný handtaka í Manchester

Vopnaðir lögregluþjónar gerðu áhlaup á íbúðarhús í Moss Side í Manchester í dag. Þá var 25 ára gamall maður handtekinn í Old Trafford, svæði suðvestan við miðborg Manchester, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Manchester á mánudaginn síðastliðinn. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla í Manchester lokar á Bandaríkin

Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn hryðjuverkaárásarinnar þar í borg eftir að þeim var lekið í fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri sprengjur fundust í Manchester

Lögregla í Manchester hefur lagt hald á sprengiefni í húsleitum sínum í kjölfar árásarinnar á mánudagskvöld. Þá hafa fleiri verið handteknir í tengslum við árásina.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2