Fjölmiðlar

Fréttamynd

Leggja til ýmsar breytingar á aug­lýsinga­sölu RÚV

Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Kosningaapp RÚV til skoðunar eftir að kjós­endur Bashars kusu Heru

Myndband af meintum galla á kosningakerfi í einvígi Söngvakeppninnar á RÚV fór í dreifingu eftir að sigur Heru Bjarkar var tilkynntur í kvöld. Nokkur fjöldi fólks kannaðist við að hafa kosið Bashar en fengið kosninganúmer Heru Bjarkar á símaskjáinn sér til mikillar furðu. RÚV segir málið til skoðunar en meintur galli hafi þó ekki getað haft áhrif á niðurstöðu kvöldsins.

Lífið
Fréttamynd

Þegar Ari Trausti rauk úr beinni út­sendingu

Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna.

Innlent
Fréttamynd

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“

„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Magnús hættur hjá Símanum

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum hefur óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Magnús hefur setið í framkvæmdastjórn félagsins frá árinu 2014 auk þess að hafa áður starfað hjá fyrrum dótturfélagi Símans Skjánum á árunum 2004-2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ögur­stund í máli Julian Assange

Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins.

Erlent
Fréttamynd

Kannast ekkert við að húsið sé til sölu

Jón Ingi Há­kon­ar­son bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði kannast ekkert við að hús hans á Nönnustíg sé til sölu, þvert á það sem haldið er fram í Smartlandi Morgunblaðsins. „Lýsandi fyrir Moggann, það er hálfur sannleikurinn,“ segir Jón Ingi.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er full­kom­lega ó­eðli­legt“

Hugmyndafræðin á bak við opinber hlutafélög hefur ekki gengið upp. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem vill að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Hann segir óþolandi að ríkismiðill stundi samkeppni við litla einkaaðila sem berjast í bökkum.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi. Tjáningar­frelsið.

Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum Visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­lög Julian Assange ráðast í næstu viku

Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga.

Erlent
Fréttamynd

Vilja leggja niður RÚV ohf.

Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður.

Innlent
Fréttamynd

Eir hakkaður í spað af ó­prúttnum þrjótum

Eiríkur Jónsson blaðamaður hefur haldið úti fréttavef nú í rúmlega 12 ár – þar sem sagðar eru fréttir af ýmsu kostulegu úr daglega lífinu. Frá því fyrir áramót hefur hins vegar einhver óværa komist í kerfið hjá honum sem hleypti öllu í hnút.

Innlent
Fréttamynd

Frétta­t­eymi RÚV lét sig hverfa í Grinda­vík

Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að  starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Enn um mál­efni Þóru Tómas­dóttur á RUV

Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins.

Skoðun
Fréttamynd

Mein­fýsni Þóru Tómas­dóttur

Fólk lætur sitthvað vaða í slúðri sín á milli. Það sem hér fer á eftir féll hins vegar af vörum Þóru Tómasdóttur blaðamanns á RÚV í þættinum Þetta helst þann 3. janúar síðastliðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Rangt gefið á fjöl­miðla­markaði

Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd.

Skoðun
Fréttamynd

Hljóð og mynd í Efsta­leiti

„Unnið verður að því á gildistíma samningsins að minnka umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði, t.d. með frekari takmörkunum á birtingu viðskiptaboða og/eða með því að breyta eðli og umfangi auglýsingasölu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu RÚV og mennta- og menningarmálaráðherra í tilefni af undirritun nýs þjónustusamnings um starfsemi Ríkisútvarpsins nú rétt eftir áramótin.

Skoðun
Fréttamynd

Leðurhommi

Í Mogganum í fyrradag var bein tilvitnun í starfsmann þingflokks Sjálfstæðisflokksins og haft eftir honum í fyrirsögn „Það er BDSM-lögmaður að trufla showið mitt”. Stuttu áður (71 mínútu) hafði Mogginn birt sömu frétt með beinni tilvitnun í sama mann með fyrirsögninni „Það er einhver leðurhommi að að trufla showið mitt”.

Skoðun
Fréttamynd

Deilt um hvort Euro­vision sé utan­ríkis­mál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkis­út­varpinu fyrir“

Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra.

Innlent