Kauphöllin

Fréttamynd

Skil­virkara CAPE-hlut­fall eftir fjölgun fé­laga í Úr­vals­vísi­tölunni

Með aðstoð Kóða og Nasdaq hafa janúar- og febrúargildi CAPE og VH-hlutfallsins verið birt fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI15. Við lokun viðskipta á síðasta viðskiptadegi febrúar endaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, svonefnt CAPE-hlutfall, í tæplega 28 og hefur því lækkað lítillega frá áramótum. 

Umræðan
Fréttamynd

Há­stökk Alvotech fyrir bí

Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa tryggt sér fjóra milljarða

Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skagi inn í Kaup­höllina í stað VÍS

Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafa fundið mikið magn nikkels og kopars á Suður-Græn­landi

Amaroq Minerals Ltd. hefur fundið umfangsmikið magn nikkels og kopars við leit í Stendalen á Suður-Grænlandi. Er um að ræða 140 metra þykkt lag af því sem kallað er „disseminated“ kviku súlfíð sem inniheldur kopar, nikkel og kóbalt. Efnin fundust í stóru innskoti í tilraunaborholu í Stendalen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festar virðast enn hafa „litla trú“ á við­snúningi í rekstri Kviku

Á síðustu fjórðungum hefur „fátt ef eitthvað“ fallið með rekstrinum hjá Kviku og miðað við markaðsvirði bankans, sem er með TM í söluferli, eru væntingar fjárfesta til framhaldsins „mjög hófstilltar,“ að sögn forstjóra Stoða sem telur að undirliggjandi hagnaður eigi að geta tvöfaldast. Fjárfestingafélagið, sem er ráðandi hluthafi í First Water, segir eldið hafa gengið „vonum framar“ í fyrsta fasa og útlit sé fyrir að heildarframleiðsla landeldisfyrirtækisins verði töluvert meiri en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

Ó­tíma­bær birting inn­herja­upp­lýsinga

Pólitísk samstaða náðist nýlega á vettvangi Evrópusambandsins um aðgerðir sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska verðbréfamarkaði sem hafa átt erfitt uppdráttar í samkeppni sinni við bandaríska markaði undanfarin ár.

Umræðan
Fréttamynd

Sýnileikadagur FKA: „Mikið er hún góð þessi!“

„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hagnaður Nova tók stökk

Nova Klúbburinn hf. hagnaðist um 729 milljónir á síðasta ári og var það aukning um 35 prósent milli ára. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir þrettán milljarðar og jukust um þær um 2,8 prósent frá 2023.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

For­stjóri Al­vot­ech væntir þess að stórir sölu­samningar klárist „á næstu vikum“

Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki.

Innherji
Fréttamynd

Verð­met­ur Play svip­að og í yfir­standandi út­boð­i

Jakobsson Capital metur virði hlutafjár Play svipað og gert er í yfirstandandi hlutafjárútboði flugfélagsins. „Helsti munur á Play og Icelandair liggur í rekstrarstöðugleika og fjármögnunaráhættu,“ segir í nýju verðmati, en greinandi telur áætlanir félaganna um að vera með samanlagt yfir 60 flugvélar í rekstri innan fimm ára vera óraunhæfar.

Innherji
Fréttamynd

Evrópskir fjár­festar og líf­eyris­sjóðir koma að kaupum á 23 milljarða hlut í Al­vot­ech

Tveimur dögum eftir að Alvotech fékk formlegt samþykki um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf hefur íslenska líftæknilyfjafyrirtækið gengið frá sölu á bréfum í félaginu fyrir tæplega 23 milljarða, meðal annars til evrópskra fjárfesta. Fjármunirnir verða nýttir að hluta til að styrkja framleiðslugetuna en hlutabréfaverð Alvotech hefur rokið upp í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Tóku 23 milljarða til­boði í morguns­árið

Alvotech gekk í morgun að tilboði frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila um sölu á 10.127.132 almennum hlutabréfum í félaginu að verðmæti um 22,8 milljarðar króna. Tilboðið er jafnvirði 166 milljóna dala miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands síðastliðinn fösudag á genginu 2.250 krónur á hlut, 16,41 dalir á hlut. Verð á bréfum í félaginu hækkaði um þrettán prósent eftir fyrstu viðskipti dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­festarnir sem veðjuðu á Al­vot­ech – og eygja von um að hagnast ævin­týra­lega

Þegar ljóst varð fyrir mánuði að samþykki fyrir markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir stærstu lyf Alvotech væri nánast í höfn áttu íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt vel undir þriggja prósenta hlut í þessu langsamlega verðmætasta fyrirtæki í Kauphöllinni – og höfðu þá engir nýir sjóðir bæst í hluthafahópinn frá því að FDA setti félaginu stólinn fyrir dyrnar tíu mánuðum áður. Risastór veðmál sumra sjóðastýringarfélaga á Alvotech, með því að halda stöðu sinni við krefjandi markaðsaðstæður og jafnvel bæta við hana, hefur skilað sjóðum þeirra nærri hundrað prósenta ávöxtun síðustu mánuði á meðan önnur mátu áhættuna of mikla og losuðu um hlut sinn, eins og greining Innherja á umfangi innlendra fagfjárfesta sem eiga bréf í Alvotech skráð hér heima leiðir í ljós.

Innherji
Fréttamynd

Fara til­nefningar­nefndir með at­kvæðis­réttinn?

Núverandi fyrirkomulag á starfi tilnefningarnefnda er til þess fallið að draga úr gagnsæi. Hluthafar fá ekki að vita hverjir bjóða sig fram og þess vegna er möguleiki hluthafa á að nýta atkvæðisréttinn og velja milli margra hæfra umsækjenda ekki lengur til staðar. Ég tel einsýnt að þetta fyrirkomulag þurfi að endurskoða.

Umræðan
Fréttamynd

„Sterk stuðnings­yfir­lýsing“ stærstu hlut­hafa sem leggja Play til 2,6 milljarða

Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Gengi Hamp­iðjunnar rýkur upp vegna upp­færslu í vísi­tölum FTSE

Tvö íslensk félög í Kauphöllinni munu bætast við vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Hampiðjunnar, annað af félögunum sem verður tekið inn í vísitölurnar, hefur rokið upp á markaði í dag en búast má við talsverðu innflæði fjármagns frá erlendum vísitölusjóðum við uppfærsluna.

Innherji
Fréttamynd

Stærstu hlut­hafar sagðir ætla að taka þátt í út­boði Play og verja sinn hlut

Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­hafar vilja drífa hluta­fjár­aukningu Play af

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.

Innherji