Fréttablaðið

Fréttamynd

Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð

Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HSN kvartar yfir peningaleysi

Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á stofnunina.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir gras og byssu

Einnig var í húsnæðinu nokkuð af tækjum og tólum sem nýta má til kannabisframleiðslu að mati ákæruvaldsins, svo sem blásarar, gróðurlampar, loftsíur og annar gróðurhúsabúnaður.

Innlent
Fréttamynd

Sindri ekki borgunarmaður málskostnaðar

Héraðsdómur Reykjaness hefur lækkað upphæð fjárnáms sem gert var hjá Sindra Sveinssyni, fyrrverandi starfsmanni eiginfjárfestinga Landsbankans, úr rúmum 22 milljónum króna niður í tvær milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu

Sigurður Ingi Jóhannsson segir að það skýrist fljótlega hvert ríkisstjórnin hyggist stefna í samgöngumálum. Hann segir ljóst að ekki sé hægt að byggja upp allar stofnæðarnar í kring um höfuðborgarsvæðið samtímis.

Innlent
Fréttamynd

Annar kafli Brexit-viðræðna hefst

Fyrsta stigi Brexit-viðræðna er lokið. Forseti framkvæmdastjórnar ESB segir það hafa verið erfitt en að annað stig verði enn erfiðara en það fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Ráða verktaka með vinnuvélar til eyðingar lúpínu

Verktaki með öflug verkfæri verður fenginn til að útrýma skógarkerfli og lúpínu næsta sumar í landi Mosfellsbæjar. Er talið að plönturnar ógni líffræðilegri fjölbreytni á viðkvæmum svæðum. Verði því ekki komist hjá því að ráða verktaka í stað þess að láta vinnuskólabörn sjá um eyðinguna.

Innlent
Fréttamynd

Tugprósenta verðmunur á jólakræsingum

Verðmunur á jólamat milli verslana nemur að meðaltali 35 prósentum. Verðkönnun ASÍ leiðir þetta í ljós. Mestur er verðmunur á grænmeti og ávöxtum en meðalverðmunur milli búða er 52 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Átt í átökum við araba alla ævi

Allra augu beinast nú að Jerúsalem, borginni helgu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, skorar á heimsbyggðina að gangast við raunveruleikanum og viðurkenna borgina sem höfuðborg ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu

Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu.

Erlent
Fréttamynd

Afbókanir berast vegna verkfallshótana

"Verkfallshótun flugvirkja hefur þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist,“ segir í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Flugvirkjar hafa boðað til verkfalls frá og með morgundeginum, takist ekki að semja.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á upplýsingum um matarsóun

Áhersla hefur verið lögð á matarsóun síðastliðin tvö ár í úrgangsstefnu stjórnvalda, en engin leið er að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða hátíða. Áhrif matarsóunar eru margvísleg og mikil.

Innlent
Sjá meira