Hugleikur Dagsson

Fréttamynd

Heiti potturinn

Mér finnst best að fara í heita pottinn þegar veðrið er svo slæmt að potturinn er galtómur og maður getur setið þarna einn með snævi þakinn hausinn upp úr eins og japanskur bavíani.

Bakþankar
Fréttamynd

Bara leikur

Hvað er svona merkilegt við fótbolta? Þetta er bara leikur. Samt er þetta vinsælasta íþrótt í heiminum. Ekki bara það heldur líka vinsælasta fyrirbæri í heiminum. Það vinsælasta sem mannskepnan hefur skapað.

Bakþankar
Fréttamynd

Flýjarar og lemjarar

Ég var laminn um daginn. Í fyrsta skipti á ævinni. Já, ég veit. Ég hef ekki lifað. Jú, reyndar þegar ég var þrettán ára sparkaði tíu ára strákur í augað á mér þannig að augnlokið rifnaði en ég ætla ekki að segja ykkur frá því því það er aðeins of vandræðalegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Rétthugsun

Allir hafa heyrt um rétttrúnaðarkirkjuna. Stundum kölluð PC löggan. PC stendur fyrir "political correctness“ eða pólitíska rétthugsun.

Bakþankar
Fréttamynd

Íhald

Síðastliðinn áratug hef ég grínast um nánast allt. Heimilisofbeldi, kynferðisglæpi, trúarbrögð og annað léttmeti. Eina viðfangsefnið sem ég forðaðist lengi var pólitík. Tvær ástæður.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég skil ekki peninga

Einu sinni var ég að horfa á 70 mínútur með vinkonum mínum. Já, þetta var sumsé fyrir það löngu síðan. Þegar 70 mínútur var til. Fyrir hrun. Vinkonur mínar voru frekar spenntar fyrir þættinum því

Bakþankar
Fréttamynd

Heppin við

Hæ ég heiti Hulli en fornafn mitt er Þórarinn / Kominn til að tilkynna að Biblían og Kóraninn / Er sama bókin með mismunandi leturgerð / allt sama djókið,

Bakþankar
Fréttamynd

Heimskur er heimaalinn

Um daginn rakst ég á nýja læksíðu frá samtökum sem kalla sig Hermenn Óðins. Yfir 500 lækarar. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með jafn litla heila og þeir eru með getnaðarlimi. Líka konurnar. Þetta er svona fólk sem

Bakþankar
Fréttamynd

Ég á heima hérna

Alltaf eftir eitt og hálft lag kemur einhver og hijackar stemmarann með því að youtúba eitthvert rapplag með engu rappi í án þess að biðja mig um leyfi. Þetta er ekki í lagi.

Bakþankar
Fréttamynd

Er þetta frétt?

Mér finnst fréttir ekki vera fréttir lengur. Alltaf þegar maður kveikir á fréttunum er það sama. Stríð í útlöndum. Kemur ekki á óvart. Stjórnmálamaður er ósammála öðrum stjórnmálamanni. Duh. Og fótboltalið vann annað fótboltalið í fótbolta. Sem einhverra hluta vegna er hluti af fréttatímanum. Ekkert af þessu eru fréttir. Þetta gerist á hverjum degi. Alltaf.

Bakþankar
Fréttamynd

Góða fólkið og Mjelítan

Síðasta ár komst skemmtilegt orðasamband í tísku. Vinsælt meðal bloggara (já, þeir eru enn þá til), Útvarps Sögu hlustenda (þeir eru líka til, ekki karakterar eftir Jón Gnarr) og jafnvel stjórnmálamanna. Hugtakið sem um er rætt er „góða fólkið“.

Bakþankar
Fréttamynd

Afmæli Frelsarans

Segjum sem svo að Jesús myndi loksins mæta í afmælið sitt, þessi jól. Hvað myndi hann segja? Eða hvað myndum við segja við hann? - Hey, Jesús. Hérna, ekki vera reiður. En skólabörn eru hætt að syngja lög um þig í desember.

Bakþankar
Fréttamynd

Femínista-fetish

Af og til kemur það fyrir að kona, á opinberum vettvangi, tjáir sig um óréttlæti gagnvart kynsystrum sínum á einn eða annan hátt. Þá er oftast um að ræða grundvallaratriði

Skoðun