Enski boltinn

Szczesny ekkert súr: Núna get ég lært af einum þeim besta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny. Vísir/Getty
Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny er einn af þeim sem fagnar því að Petr Cech sé kominn í Arsenal þrátt fyrir að þýði það að Pólverjinn þurfi að sætta sig við setu á varamannabekknum.

Petr Cech gerði fjögurra ára samning við Arsenal en félagið kaupir hann frá Englandsmeisturum Chelsea fyrir um tíu milljónir punda.

Szczesny skrifaði um komu Petr Cech fésbókarsíðu sinni í dag. „Petr Cech, velkominn til Arsenal FC! Ég er mjög ánægður með að fá tækifæri til að læra af einum besta markverði heims," skrifaði Wojciech Szczesny.

Wojciech Szczesny missti sæti sitt í byrjunarliði Arsenal á miðju tímabili og spilaði aðeins 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. David Ospina stóð í marki liðsins frá janúarmánuði.

Szczesny spilaði hinsvegar bikarleikina hjá liðinu og var í marki Arsenal þegar liðið tryggði sér enska bikarinn með 4-0 sigri á Aston Villa í úrslitaleiknum á Wembley.

Petr Cech er átta árum eldri en Szczesny og þegar Tékkinn spilaði sinn fyrsta leik með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni haustið 2004 þá var Pólverjinn fjórtán ára gamall í unglingaliði Agrykola frá Varsjá.

Petr Cech varð fjórum sinnum enskur meistari með Chelsea en Arsenal, sem var ríkjandi meistari þegar tékkneski markvörðurinn kom til Chelsea frá franska liðinu Rennes.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×